Framarar komu fram hefndum

Íslandsmeistarar Fram sóttu Stjörnuna heim í fyrsta leik DHL deildar karla í handknattleik í kvöld og höfðu Íslandsmeistararnir sigur 30-26 og komu því fram hefndum frá tapinu í meistarakeppni HSÍ á dögunum. Þess má geta að Fram tekur á móti lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach í meistaradeildinni um helgina og verður sá leikur sýndur beint á Sýn.