Bin Laden sagður á lífi 24. september 2006 18:45 Heimildarmenn bandaríska fréttatímaritsins Time fullyrða að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé ekki allur en hann sé hins vegar við dauðans dyr. Fullyrt var í frönsku blaði í gær að hann væri látinn. Það var franska héraðsblaðið L´Est Republicain sem flutti fréttir af andláti bin Ladens í gær. Þar var vitnað í leyniskýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem haft var eftir sádí-arabískum heimildum að hann hefði látist úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest og hafa franskir og sádíarabískir leyniþjónustu- og stjórnmálamenn keppst við að neita þessum fréttum í dag. Í nýútkomnu tölublaði bandaríska fréttatímaritsins Time er haft eftir sádíarabískum heimildarmönnum að bin Laden sé haldinn sjúkdómi sem gæti reynst honum lífshættulegar. Hann sé alvarlega veikur. Á vefsíðu tímaritsins kemur fram að háttsettir leyniþjónustumenn ýmissa ríkja trúi þessum fregnum ekki og telji þetta fremur kenningu sádíarabískra leyniþjónustumanna sem hafi ekki nein gögn í höndunum máli sínu til stuðnings. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki lagt meiri áherslu á að handsama bin Laden í stjórnartíð sinni. Clinton var gestur í spjallþætti á Fox fréttastöðinni í dag og var spurður hvort hann hefði gert nægilega mikið til að hafa upp á bin Laden. Hann sagði að svo hefði ekki verið því hann hefði ekki náð bin Laden. Hins vegar hefði hann reynt að hafa hendur í hári honum sem væri meira en þeir hægrimenn sem gagnrýndu hann gætu sagt. Clinton bætti því við að í hans stjórnartíð hefðu áætlanir verið gerðar um að steypa stjórn Talíbana með innrás í Afganistan en af því hafi ekki orðið þar sem bandaríska leyniþjónustan, CIA, og alríkislögreglan, FBI, hafi ekki getað staðfest að bin Laden hefði staðið að baki sprenguárásinni á bandaríska herskipið Cole árið 2000. Erlent Fréttir Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Heimildarmenn bandaríska fréttatímaritsins Time fullyrða að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé ekki allur en hann sé hins vegar við dauðans dyr. Fullyrt var í frönsku blaði í gær að hann væri látinn. Það var franska héraðsblaðið L´Est Republicain sem flutti fréttir af andláti bin Ladens í gær. Þar var vitnað í leyniskýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem haft var eftir sádí-arabískum heimildum að hann hefði látist úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest og hafa franskir og sádíarabískir leyniþjónustu- og stjórnmálamenn keppst við að neita þessum fréttum í dag. Í nýútkomnu tölublaði bandaríska fréttatímaritsins Time er haft eftir sádíarabískum heimildarmönnum að bin Laden sé haldinn sjúkdómi sem gæti reynst honum lífshættulegar. Hann sé alvarlega veikur. Á vefsíðu tímaritsins kemur fram að háttsettir leyniþjónustumenn ýmissa ríkja trúi þessum fregnum ekki og telji þetta fremur kenningu sádíarabískra leyniþjónustumanna sem hafi ekki nein gögn í höndunum máli sínu til stuðnings. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki lagt meiri áherslu á að handsama bin Laden í stjórnartíð sinni. Clinton var gestur í spjallþætti á Fox fréttastöðinni í dag og var spurður hvort hann hefði gert nægilega mikið til að hafa upp á bin Laden. Hann sagði að svo hefði ekki verið því hann hefði ekki náð bin Laden. Hins vegar hefði hann reynt að hafa hendur í hári honum sem væri meira en þeir hægrimenn sem gagnrýndu hann gætu sagt. Clinton bætti því við að í hans stjórnartíð hefðu áætlanir verið gerðar um að steypa stjórn Talíbana með innrás í Afganistan en af því hafi ekki orðið þar sem bandaríska leyniþjónustan, CIA, og alríkislögreglan, FBI, hafi ekki getað staðfest að bin Laden hefði staðið að baki sprenguárásinni á bandaríska herskipið Cole árið 2000.
Erlent Fréttir Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira