Bin Laden sagður á lífi 24. september 2006 18:45 Heimildarmenn bandaríska fréttatímaritsins Time fullyrða að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé ekki allur en hann sé hins vegar við dauðans dyr. Fullyrt var í frönsku blaði í gær að hann væri látinn. Það var franska héraðsblaðið L´Est Republicain sem flutti fréttir af andláti bin Ladens í gær. Þar var vitnað í leyniskýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem haft var eftir sádí-arabískum heimildum að hann hefði látist úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest og hafa franskir og sádíarabískir leyniþjónustu- og stjórnmálamenn keppst við að neita þessum fréttum í dag. Í nýútkomnu tölublaði bandaríska fréttatímaritsins Time er haft eftir sádíarabískum heimildarmönnum að bin Laden sé haldinn sjúkdómi sem gæti reynst honum lífshættulegar. Hann sé alvarlega veikur. Á vefsíðu tímaritsins kemur fram að háttsettir leyniþjónustumenn ýmissa ríkja trúi þessum fregnum ekki og telji þetta fremur kenningu sádíarabískra leyniþjónustumanna sem hafi ekki nein gögn í höndunum máli sínu til stuðnings. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki lagt meiri áherslu á að handsama bin Laden í stjórnartíð sinni. Clinton var gestur í spjallþætti á Fox fréttastöðinni í dag og var spurður hvort hann hefði gert nægilega mikið til að hafa upp á bin Laden. Hann sagði að svo hefði ekki verið því hann hefði ekki náð bin Laden. Hins vegar hefði hann reynt að hafa hendur í hári honum sem væri meira en þeir hægrimenn sem gagnrýndu hann gætu sagt. Clinton bætti því við að í hans stjórnartíð hefðu áætlanir verið gerðar um að steypa stjórn Talíbana með innrás í Afganistan en af því hafi ekki orðið þar sem bandaríska leyniþjónustan, CIA, og alríkislögreglan, FBI, hafi ekki getað staðfest að bin Laden hefði staðið að baki sprenguárásinni á bandaríska herskipið Cole árið 2000. Erlent Fréttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Heimildarmenn bandaríska fréttatímaritsins Time fullyrða að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé ekki allur en hann sé hins vegar við dauðans dyr. Fullyrt var í frönsku blaði í gær að hann væri látinn. Það var franska héraðsblaðið L´Est Republicain sem flutti fréttir af andláti bin Ladens í gær. Þar var vitnað í leyniskýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem haft var eftir sádí-arabískum heimildum að hann hefði látist úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest og hafa franskir og sádíarabískir leyniþjónustu- og stjórnmálamenn keppst við að neita þessum fréttum í dag. Í nýútkomnu tölublaði bandaríska fréttatímaritsins Time er haft eftir sádíarabískum heimildarmönnum að bin Laden sé haldinn sjúkdómi sem gæti reynst honum lífshættulegar. Hann sé alvarlega veikur. Á vefsíðu tímaritsins kemur fram að háttsettir leyniþjónustumenn ýmissa ríkja trúi þessum fregnum ekki og telji þetta fremur kenningu sádíarabískra leyniþjónustumanna sem hafi ekki nein gögn í höndunum máli sínu til stuðnings. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki lagt meiri áherslu á að handsama bin Laden í stjórnartíð sinni. Clinton var gestur í spjallþætti á Fox fréttastöðinni í dag og var spurður hvort hann hefði gert nægilega mikið til að hafa upp á bin Laden. Hann sagði að svo hefði ekki verið því hann hefði ekki náð bin Laden. Hins vegar hefði hann reynt að hafa hendur í hári honum sem væri meira en þeir hægrimenn sem gagnrýndu hann gætu sagt. Clinton bætti því við að í hans stjórnartíð hefðu áætlanir verið gerðar um að steypa stjórn Talíbana með innrás í Afganistan en af því hafi ekki orðið þar sem bandaríska leyniþjónustan, CIA, og alríkislögreglan, FBI, hafi ekki getað staðfest að bin Laden hefði staðið að baki sprenguárásinni á bandaríska herskipið Cole árið 2000.
Erlent Fréttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira