Nylon í 1. sæti á breska danslistanum 21. september 2006 18:52 Lag Nylon-söngflokksins vermir efsta sætið á breska danslistanum sem birtur verður í næstu viku. Umboðsmaður stúlknanna segir að ef eitthvað sé lögreglumál, þá séu það þessi tíðindi. Lagið sem um ræðir er endurhljóðblöndun á gamla Eurythmics-laginu "Sweet Dreams". Lagið fór fyrst í 11. sæti breska danslistans svokallaða í síðustu viku og var svo komið í það 9. í þessari viku. Umboðsmaður Nylon-hópsins, Einar Bárðarson, segist síðan hafa fengið símtal í dag þar sem honum var tilkynnt að á listanum sem birtur verður eftir helgi sitji lagið í efsta sætinu. Einar segir tíðindin hafa komið sér og stelpunum mjög á óvart, ekki síst í ljósi þess að lagið er "aðeins" á B-hlið smáskífunnar Closer sem áætlað er að komi út þann 23. október. Það hafi svo verið fyrir hálfgerða rælni sem það var sent til nokkurra plötusnúða á dansklúbbum í Bretlandi. Lagið virðist hins vegar falla betur í kramið en nokkrun óraði fyrir. Það má segja að þetta lag Eurythmics um ljúfa drauma gagnist tónlistarfólki vel í að eltast við drauminn um frægð og frama. Auk Annie Lennox og félaga í Eurythmics stimplaði Marylin Manson sig nefnilega rækilega inn í poppheiminn fyrir nokkrum árum með sinni útfærslu á laginu. Það verður því spennandi að sjá hvort Nylon-stúlkur fylgi velgengninni eftir á næstu mánuðum og árum. Aðspurður að lokum hvort þessar fréttir séu það stórar að þær geti kallast lögreglumál segir Einar þær svo sannarlega vera það. „Algjört lögreglumál, ef eitthvað er lögreglumál. Bara handjárna þetta strax!" segir umboðsmaður Íslands. Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira
Lag Nylon-söngflokksins vermir efsta sætið á breska danslistanum sem birtur verður í næstu viku. Umboðsmaður stúlknanna segir að ef eitthvað sé lögreglumál, þá séu það þessi tíðindi. Lagið sem um ræðir er endurhljóðblöndun á gamla Eurythmics-laginu "Sweet Dreams". Lagið fór fyrst í 11. sæti breska danslistans svokallaða í síðustu viku og var svo komið í það 9. í þessari viku. Umboðsmaður Nylon-hópsins, Einar Bárðarson, segist síðan hafa fengið símtal í dag þar sem honum var tilkynnt að á listanum sem birtur verður eftir helgi sitji lagið í efsta sætinu. Einar segir tíðindin hafa komið sér og stelpunum mjög á óvart, ekki síst í ljósi þess að lagið er "aðeins" á B-hlið smáskífunnar Closer sem áætlað er að komi út þann 23. október. Það hafi svo verið fyrir hálfgerða rælni sem það var sent til nokkurra plötusnúða á dansklúbbum í Bretlandi. Lagið virðist hins vegar falla betur í kramið en nokkrun óraði fyrir. Það má segja að þetta lag Eurythmics um ljúfa drauma gagnist tónlistarfólki vel í að eltast við drauminn um frægð og frama. Auk Annie Lennox og félaga í Eurythmics stimplaði Marylin Manson sig nefnilega rækilega inn í poppheiminn fyrir nokkrum árum með sinni útfærslu á laginu. Það verður því spennandi að sjá hvort Nylon-stúlkur fylgi velgengninni eftir á næstu mánuðum og árum. Aðspurður að lokum hvort þessar fréttir séu það stórar að þær geti kallast lögreglumál segir Einar þær svo sannarlega vera það. „Algjört lögreglumál, ef eitthvað er lögreglumál. Bara handjárna þetta strax!" segir umboðsmaður Íslands.
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira