Pólverjar leita að betra lífi í Vestur-Evrópu 20. september 2006 21:18 Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott. Rúm tvö ár eru liðin frá því að Pólland, ásamt níu öðrum ríkjum Austur- og Suður-Evrópu, gekk inn í Evrópusambandið og er óhætt að segja að því hafi fylgt stórfelldar breytingar. Talið er að í það minnsta 600.000 Pólverjar hafi ákveðið að freista gæfunnar í gömlu Evrópu á síðustu tveimur árum þar sem laun eru mun hærri en í heimalandinu, sumir telja raunar að sá fjöldi geti numið allt að tveimur milljónum. Hlutfallslega mun Pólverjum hvergi hafa fjölgað jafn ört og mikið í Vestur-Evrópu og hér á landi. Árið 2004 rann 31% allra útgefinna atvinnuleyfa hérlendis til Pólverja og á síðasta ári var þetta hlutfall komið upp í 44%. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt er atvinnuleysi um 15% í Póllandi og í því ljósi er brottflutningur fólks þaðan afar skiljanlegur. Þessi þróun hefur hins vegar neikvæðar hliðar líka. Þannig er allstór hluti brottfluttra vel menntað ungt fólk sem innan fárra ára hefði getað staðið fyrir mestu verðmætasköpuninni í landinu. Þá hefur hjónaskilnuðum í þessu kaþólska landi fjölgað stórlega síðan landið gekk inn í ESB og einstæðum fátækum mæðrum um leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru jafnvel dæmi um að foreldrar reyni að koma börnum sínum fyrir á munaðarleysingjahælum og haldi þangað sem grasið er grænna. Erlent Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott. Rúm tvö ár eru liðin frá því að Pólland, ásamt níu öðrum ríkjum Austur- og Suður-Evrópu, gekk inn í Evrópusambandið og er óhætt að segja að því hafi fylgt stórfelldar breytingar. Talið er að í það minnsta 600.000 Pólverjar hafi ákveðið að freista gæfunnar í gömlu Evrópu á síðustu tveimur árum þar sem laun eru mun hærri en í heimalandinu, sumir telja raunar að sá fjöldi geti numið allt að tveimur milljónum. Hlutfallslega mun Pólverjum hvergi hafa fjölgað jafn ört og mikið í Vestur-Evrópu og hér á landi. Árið 2004 rann 31% allra útgefinna atvinnuleyfa hérlendis til Pólverja og á síðasta ári var þetta hlutfall komið upp í 44%. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt er atvinnuleysi um 15% í Póllandi og í því ljósi er brottflutningur fólks þaðan afar skiljanlegur. Þessi þróun hefur hins vegar neikvæðar hliðar líka. Þannig er allstór hluti brottfluttra vel menntað ungt fólk sem innan fárra ára hefði getað staðið fyrir mestu verðmætasköpuninni í landinu. Þá hefur hjónaskilnuðum í þessu kaþólska landi fjölgað stórlega síðan landið gekk inn í ESB og einstæðum fátækum mæðrum um leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru jafnvel dæmi um að foreldrar reyni að koma börnum sínum fyrir á munaðarleysingjahælum og haldi þangað sem grasið er grænna.
Erlent Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira