Níels Dungal í Fjölni

Bakvörðurinn Níels Páll Dungal hefur ákveðið að ganga í raðir Fjölnis í Iceland Express deild karla í körfubolta. Níels er 23 ára gamall og var lykilmaður hjá KR-ingum á síðustu leiktíð. Hann spilaði 26 mínútur að meðaltali í leik og skoraði um 9 stig að meðaltali. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjölnis.