Innlent

Actavis orðað við yfirtöku á áströlsku lyfjafyrirtæki

Actavis er orðað við yfirtöku á ástralska samheitalyfjafyrirtækinu Mayne Pharma í frétt Dow Jones. Viðskipti með hlutabréf í ástralska fyrirtækinu voru stöðvuð í gær vegna hugsanlegs 140 milljarða króna yfirtökutilboðs en ekki liggur fyrir frá hverjum.

Lyfjafyrirtækin Hospira frá Bandaríkjunum, Novartis frá Sviss og Teva frá Ísrael eru sögð líklegust til að bjóða í Mayne en haft er eftir sérfræðingi hjá fjárfestingarbankanum JP Morgan að bandaríska fyrirtækið Barr og Actavis gætu einnig verið mögulegir kaupendur, en eins og kunnugt er börðust þau um króatíska lyfjafyrirtækið PLIVA á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×