Pólverjar flykkjast til vinnu á Vesturlöndum 20. september 2006 12:00 Dæmi eru um að pólskar mæður skilji börn sín eftir á munaðarleysingjahælum áður en þær halda til Vesturlanda í atvinnuleit. Margvísleg þjóðfélagsvandamál steðja að pólsku þjóðinni vegna útrásar vinnuafls þaðan til Vesturlanda. Reuters-frétastofan hefur það eftir forstöðumanni munaðarleysingjahælis í þorpi suðaustur af varsjá, að fimm mæður og einn faðir hafi reynt að losa sig við börn sín á hælið upp á síðkastið. Þá hefur hjónaskilnuðum í þessu kaþólska landi fjölgað stórlega eftir að Pólland gekk í Evrópusambandið árið 2004 og pólskir þegnar fengu frjálsan aðgang að vinnumarkaði allra aðildarríkjanna. Einstæðum, fátækum mæðrum fer því ört fjölgandi í landinu. Í sumum þorpum og héruðum er rjóminn af öllu ungu og miðaldra fólki farinn til starfa á Vesturlöndum og hefur skilið eftir börn sín hjá öfum og ömmum þannig að samfélagsuppbyggingin er orðin kolskökk og fjölskyldubönd eru að rakna upp. Þessi flótti skýrist einkum af 15 prósenta atvinnuleysi í landinu. Talið er að allt að tvær milljónir Pólverja hafi freistað gæfunnar á Vesturlöndum frá því í hitteðfyrra, eða um fimm prósent þjóðarinnar en einhverjir eru snúnir heim aftur. Pólverjum hefur vegnað misjafnlega á Vesturlöndum en sums staðar hafa þeir lent í óprúttnum vinnumiðlunum og vinnuveitendum og orðið undir í lífsbáráttunni með þeim afleiðingum að þeir hafa leiðst út í glæpi og eitulyf, eins og dæmi eru um í Bretlandi. Hlutfallslega mun Pólverjum hvergi hafa fjölgað jafn ört og mikið á Vesturlöndum og hér á landi og þykja þeir almennt gott vinnuafl. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira
Dæmi eru um að pólskar mæður skilji börn sín eftir á munaðarleysingjahælum áður en þær halda til Vesturlanda í atvinnuleit. Margvísleg þjóðfélagsvandamál steðja að pólsku þjóðinni vegna útrásar vinnuafls þaðan til Vesturlanda. Reuters-frétastofan hefur það eftir forstöðumanni munaðarleysingjahælis í þorpi suðaustur af varsjá, að fimm mæður og einn faðir hafi reynt að losa sig við börn sín á hælið upp á síðkastið. Þá hefur hjónaskilnuðum í þessu kaþólska landi fjölgað stórlega eftir að Pólland gekk í Evrópusambandið árið 2004 og pólskir þegnar fengu frjálsan aðgang að vinnumarkaði allra aðildarríkjanna. Einstæðum, fátækum mæðrum fer því ört fjölgandi í landinu. Í sumum þorpum og héruðum er rjóminn af öllu ungu og miðaldra fólki farinn til starfa á Vesturlöndum og hefur skilið eftir börn sín hjá öfum og ömmum þannig að samfélagsuppbyggingin er orðin kolskökk og fjölskyldubönd eru að rakna upp. Þessi flótti skýrist einkum af 15 prósenta atvinnuleysi í landinu. Talið er að allt að tvær milljónir Pólverja hafi freistað gæfunnar á Vesturlöndum frá því í hitteðfyrra, eða um fimm prósent þjóðarinnar en einhverjir eru snúnir heim aftur. Pólverjum hefur vegnað misjafnlega á Vesturlöndum en sums staðar hafa þeir lent í óprúttnum vinnumiðlunum og vinnuveitendum og orðið undir í lífsbáráttunni með þeim afleiðingum að þeir hafa leiðst út í glæpi og eitulyf, eins og dæmi eru um í Bretlandi. Hlutfallslega mun Pólverjum hvergi hafa fjölgað jafn ört og mikið á Vesturlöndum og hér á landi og þykja þeir almennt gott vinnuafl.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjá meira