Skattstjóri segist hafa hreinan skjöld 19. september 2006 12:45 Skattstjórinn í Reykjavík segir embættið hafa algjörlega hreinan skjöld í aðkomu þess að tekjuathugun lífeyrissjóðanna á örorkulífeyrisþegum. Hann vill þó ekki tjá sig um einstök mál. Í fréttum NFS í gær var rætt við Þóri Karl Jónasson, einn þeirra sem verður fyrir skerðingu lífeyrisbóta frá og með 1. nóvember næstkomandi í framhaldi af tekjuathugun lífeyrissjóðanna. Þórir segir að Skattstjóranum í Reykjavík hafi ekki verið heimilt að afhenda skattframtöl sín við þessa tekjuathugun lengur en 6 ár aftur í tímann, og er Persónuvernd með mál hans í athugun. Í bréfi skattstjóraembættisins til Persónuverndar kemur fram að Þórir hafi veitt umboð til þess við mat á örorku hans árið 1992. Í samtali við NFS í morgun sagði Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál sem komi inn á borð embættisins. Hins vegar sé það svo að óheimilt sé að veita upplýsingar úr skattframtölum nema til gjaldandans sjálfs. Gjaldandanum er svo heimilt að veita öðrum umboð til að komast í framtölin. Í umræddu umboði Þóris frá 1992 stendur orðrétt: "Ég ... heimila sjóðsstjórn að fá afrit af skattframtölum mínum hjá skattstjóranum sem farið verður sem trúnaðarmál." Rétt er að taka fram að þarna vantar líklega orðið "með". Aðspurður hvað honum finnist um þá fullyrðingu Þóris að það umboð sé ekki framvirkt segir Gestur að ef umboðið sé ótakmarkað, og ekki með neinum fyrirvara um að það falli úr gildi á einhverjum ákveðnum tíma, þá hljóti það náttúrlega að standa. Fréttir Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Sjá meira
Skattstjórinn í Reykjavík segir embættið hafa algjörlega hreinan skjöld í aðkomu þess að tekjuathugun lífeyrissjóðanna á örorkulífeyrisþegum. Hann vill þó ekki tjá sig um einstök mál. Í fréttum NFS í gær var rætt við Þóri Karl Jónasson, einn þeirra sem verður fyrir skerðingu lífeyrisbóta frá og með 1. nóvember næstkomandi í framhaldi af tekjuathugun lífeyrissjóðanna. Þórir segir að Skattstjóranum í Reykjavík hafi ekki verið heimilt að afhenda skattframtöl sín við þessa tekjuathugun lengur en 6 ár aftur í tímann, og er Persónuvernd með mál hans í athugun. Í bréfi skattstjóraembættisins til Persónuverndar kemur fram að Þórir hafi veitt umboð til þess við mat á örorku hans árið 1992. Í samtali við NFS í morgun sagði Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál sem komi inn á borð embættisins. Hins vegar sé það svo að óheimilt sé að veita upplýsingar úr skattframtölum nema til gjaldandans sjálfs. Gjaldandanum er svo heimilt að veita öðrum umboð til að komast í framtölin. Í umræddu umboði Þóris frá 1992 stendur orðrétt: "Ég ... heimila sjóðsstjórn að fá afrit af skattframtölum mínum hjá skattstjóranum sem farið verður sem trúnaðarmál." Rétt er að taka fram að þarna vantar líklega orðið "með". Aðspurður hvað honum finnist um þá fullyrðingu Þóris að það umboð sé ekki framvirkt segir Gestur að ef umboðið sé ótakmarkað, og ekki með neinum fyrirvara um að það falli úr gildi á einhverjum ákveðnum tíma, þá hljóti það náttúrlega að standa.
Fréttir Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Sjá meira