Erlent

Réðust inn höfuðstöðvar ungverska ríkissjónvarpsins

Mikil átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu í Ungverjalandi í nótt þegar hópur mótmælenda réðst inn í höfuðstöðvar ungverska ríkissjónvapsins. Þúsundir mótmælenda fjölmenntu á götum úti í borginn í gærkvöldi til að krefjast þess að forsætisráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany, segði af sér, eftir að í ljós kom að forsætisráðherrann laug um efnahagsástandið í landinu stuttu fyrir kosningar í apríl. Á upptökum sem bárust til fjölmiðla, heyrist forsætisráðherrann ræða við þingmann um þessar röngu upplýsingar sem hann gaf þjóðinni. Að minnsta kosti fimmtíu manns slösuðust í átökunum í nótt. Lögreglan beitti táragasi á fólkið sem kastaði flöskum og steinum í átt að henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×