Dauðadómur yfir Asahara staðfestur 15. september 2006 13:30 MYND/AP Hæstiréttur í Japan hefur staðfest dauðadóm yfir Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsöfnuðar þar í landi. Asahara var fyrir tveimur árum sakfelldur fyrir að hafa skipulagt taugagassárás á neðanjarðarlestakerfið í Tókýó fyrir ellefu árum og aðra árás ári áður. Nítján týndu lífi í árásunum. Lögfræðingar Asahara hafa áfrýjað dómunum síðan hann var kveðinn upp árið 2004. Þetta var síðasta áfrýjun sem möguleg var og því ljóst að dómnum verður fullnægt. Það var árið 1995 sem félagar í sértrúarsöfnuði hans réðust með sarín taugagas á lestarkerfi Tokyoborgar á mesta annatíma þegar fólk var á leið til vinnu. Tólf týndu lífi í árásinni og hátt í sex þúsund manns særðust. Lögfræðingar töldu rétt að milda dóminn þar sem Asahara væri andlega vanheill. Asahara var dæmdur til dauða í febrúar 2004 en þá lauk réttarhöldunum yfir honum sem höfðu staðið í átta ár. Asahara var einnig sakfelldur fyrir gas-árás í japönsku borginni matsumoto árið 1994. Sjö týndu lífi þá. Meðan á réttarhöldunum stóð muldraði Asahara óstjórnlega og lét afar ófriðlega. Tólf félagar í söfnuði Asahara hafa verið dæmdir til dauða vegna árásanna en enginn þeirra hefur verið tekinn af lífi. Fyrir árásirnar voru mörg þúsund félagar í Aum Shinrikyo, söfnuði Asahara, margir þeirra vel menntaðir og auðugir. Þetta fólk aðhylltist ofbeldisfullar heimsendaspár leiðtogans. Nafni söfnuðarins var breytt í Aleph árið 2000 og hafa félagsmenn afneitað ofbeldi. Þrátt fyrir það hefur japanska lögreglan náið eftirlit með safnaðarmönnum. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Hæstiréttur í Japan hefur staðfest dauðadóm yfir Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsöfnuðar þar í landi. Asahara var fyrir tveimur árum sakfelldur fyrir að hafa skipulagt taugagassárás á neðanjarðarlestakerfið í Tókýó fyrir ellefu árum og aðra árás ári áður. Nítján týndu lífi í árásunum. Lögfræðingar Asahara hafa áfrýjað dómunum síðan hann var kveðinn upp árið 2004. Þetta var síðasta áfrýjun sem möguleg var og því ljóst að dómnum verður fullnægt. Það var árið 1995 sem félagar í sértrúarsöfnuði hans réðust með sarín taugagas á lestarkerfi Tokyoborgar á mesta annatíma þegar fólk var á leið til vinnu. Tólf týndu lífi í árásinni og hátt í sex þúsund manns særðust. Lögfræðingar töldu rétt að milda dóminn þar sem Asahara væri andlega vanheill. Asahara var dæmdur til dauða í febrúar 2004 en þá lauk réttarhöldunum yfir honum sem höfðu staðið í átta ár. Asahara var einnig sakfelldur fyrir gas-árás í japönsku borginni matsumoto árið 1994. Sjö týndu lífi þá. Meðan á réttarhöldunum stóð muldraði Asahara óstjórnlega og lét afar ófriðlega. Tólf félagar í söfnuði Asahara hafa verið dæmdir til dauða vegna árásanna en enginn þeirra hefur verið tekinn af lífi. Fyrir árásirnar voru mörg þúsund félagar í Aum Shinrikyo, söfnuði Asahara, margir þeirra vel menntaðir og auðugir. Þetta fólk aðhylltist ofbeldisfullar heimsendaspár leiðtogans. Nafni söfnuðarins var breytt í Aleph árið 2000 og hafa félagsmenn afneitað ofbeldi. Þrátt fyrir það hefur japanska lögreglan náið eftirlit með safnaðarmönnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira