Yfirvöld í Jemen staðfestu í morgun að öryggisverðir hefði fellt fjóra menn sem ætluðu sér að gera árás á tvö borsvæði þar sem olía og gas eru unnin.
Mennirnir munu hafa ætlað að aka bílum, hlöðnum sprengiefni, að svæðinu og sprengja þá í loft upp. Öryggisvörðum tókst að koma í veg fyrir það og fella mennina.
Öryggisverðir misstu einn úr sínum röðum í átökunum.