Arenas ætlar að hefna sín á þjálfurum sínum 14. september 2006 21:58 Gilbert Arenas ætlar að taka gremju sína út á þjálfurum bandaríska landsliðsins í vetur og ætlar að vera með 50 stig að meðaltali í leik gegn Portland og Phoenix. NordicPhotos/GettyImages Skorunarmaskínan Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hugsar þjálfurum sínum hjá bandaríska landsliðinu nú þegjandi þörfina eftir að hann komst ekki í lokahópinn á HM í Japan á dögunum og ætlar að hefna sín rækilega á þeim þegar deildarkeppnin í NBA hefst síðar í haust. Arenas náði ekki að vinna sér sæti í 12 manna hóp Bandaríkjamanna á HM og datt úr úr hópnum nokkrum dögum áður en liðið fór til Japan. Ákvörðun þjálfaranna um að taka hann ekki með á mótið var auðveldari eftir að Arenas meiddist lítillega á síðustu dögum æfingabúðanna, en það þýðir alls ekki að leikmaðurinn sé sáttur við niðurstöðuna. Arenas hefur alltaf verið mikill keppnismaður og þrífst á mótlæti og því að sanna fyrir mönnum sem ekki hafa haft trú á honum í gegn um tíðina að hann sé einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Arenas spilar t.d. í treyju númer 0 til að minna sig á hvaða trú fólk hefur á sér. Þjálfarar landsliðsins eru þeir Mike D´Antoni hjá Phoenix Suns og Nate McMillan hjá Portland Trailblazers og Arenas gaf út yfirlýsingu fyrir nokkru þar sem hann lofaði að vera með 50 stig að meðaltali í leik gegn þessum tveimur liðum í vetur. Mike D´Antoni var í gær spurður út í yfirlýsingu Arenas og hafði þetta að segja um málið. "Ég get skilið að hann sé nokkuð ósáttur við að komast ekki í landsliðið, en hann ætti nú alls ekki að vera það, þar sem það er mikill heiður að vera á meðal þeirra 25 sem eru í upphaflega hópnum. Við Nate erum þó líklega einu mennirnir sem hann getur tekið gremju sína út á - og vitið þið hvað? Á miðað við varnarleikinn sem við spilum, kæmi það mér ekki á óvart þó hann skoraði 100 stig á okkur. Ég vona að honum takist það, en ég er hræddur um að 100 stig yrðu ekki nóg fyrir hann," sagði D´Antoni hæðnislega. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Skorunarmaskínan Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hugsar þjálfurum sínum hjá bandaríska landsliðinu nú þegjandi þörfina eftir að hann komst ekki í lokahópinn á HM í Japan á dögunum og ætlar að hefna sín rækilega á þeim þegar deildarkeppnin í NBA hefst síðar í haust. Arenas náði ekki að vinna sér sæti í 12 manna hóp Bandaríkjamanna á HM og datt úr úr hópnum nokkrum dögum áður en liðið fór til Japan. Ákvörðun þjálfaranna um að taka hann ekki með á mótið var auðveldari eftir að Arenas meiddist lítillega á síðustu dögum æfingabúðanna, en það þýðir alls ekki að leikmaðurinn sé sáttur við niðurstöðuna. Arenas hefur alltaf verið mikill keppnismaður og þrífst á mótlæti og því að sanna fyrir mönnum sem ekki hafa haft trú á honum í gegn um tíðina að hann sé einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Arenas spilar t.d. í treyju númer 0 til að minna sig á hvaða trú fólk hefur á sér. Þjálfarar landsliðsins eru þeir Mike D´Antoni hjá Phoenix Suns og Nate McMillan hjá Portland Trailblazers og Arenas gaf út yfirlýsingu fyrir nokkru þar sem hann lofaði að vera með 50 stig að meðaltali í leik gegn þessum tveimur liðum í vetur. Mike D´Antoni var í gær spurður út í yfirlýsingu Arenas og hafði þetta að segja um málið. "Ég get skilið að hann sé nokkuð ósáttur við að komast ekki í landsliðið, en hann ætti nú alls ekki að vera það, þar sem það er mikill heiður að vera á meðal þeirra 25 sem eru í upphaflega hópnum. Við Nate erum þó líklega einu mennirnir sem hann getur tekið gremju sína út á - og vitið þið hvað? Á miðað við varnarleikinn sem við spilum, kæmi það mér ekki á óvart þó hann skoraði 100 stig á okkur. Ég vona að honum takist það, en ég er hræddur um að 100 stig yrðu ekki nóg fyrir hann," sagði D´Antoni hæðnislega.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira