Tvísýnar kosningar í Svíþjóð 13. september 2006 12:30 Göran Persson, forsætisráðherra í Svíþjóð og formaður Jafnaðarmannaflokksins (t.v.), og Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins. MYND/AP Tvær skoðanakannanir sem birtar voru í morgun sýna að þingkosningarnar í Svíþjóð um næstu helgi verða þær tvísýnustu í rúman aldarfjórðung. Munur milli stjórnar og stjórnarandstöðu er innan skekkjumarka. Svíar ganga að kjörborðinu á sunnudaginn og kjósa til þings. Kannanir sænsku könnunarfyrirtækjanna Synovate Temo og Sifo sýna að ekki hefur verið jafn mjótt á mununum síðan 1979. Samkvæmt báðum könnunum hefur stjórnarandstaðan örlítið forskot á ríkisstjórn Görans Persson, forsætisráðherra. Fylgi Jafnaðarmanna og stuðningsflokka mælist 46,9% annars vegar og 46,6% hins vegar. Fylgi fylkingar fjögurra mið- og hægri flokka mælist rétt rúm 48% í báðum könnunum. Fylgi Þjóðarflokksins, annars stærsta stjórnarandstöðuflokksins, mælist um 8% sem er meira en búist var við eftir að njósnahneysli tengt flokknum komst í hámæli á dögunum. Þá komst upp um það að nokkrir starfsmenn flokksins hefðu brotist inn á lokað vefsvæði Jafnaðarmanna. Blaðafulltrúar flokksins og formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Vestur-Svíþjóð eru sakaðir um að hafa brotist inn á síðuna. Afsagnar Lars Leijerborg, formanns flokksins, hefur verið krafist en hann hefur sagt að hann hafi ekki vitað af njósnunum fyrr en þær komust í hámæli. Per Jodenius, annar blaðafulltrúinn, staðfesti það í viðtali við sænska útvarpið. Í fyrrakvöld gerði sænska lögreglan sprengju óvirka við kosningaskrifstofu Þjóðarflokksins við Gustav Adolfs-torg í Malmö. Svæðið var rýmt og sprengjan flutt burt og gerð óvirk. Ekki liggur fyrir hverjir komu sprengjunni fyrir en málið hefur valdið miklum óróa meðal flokksmanna. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Tvær skoðanakannanir sem birtar voru í morgun sýna að þingkosningarnar í Svíþjóð um næstu helgi verða þær tvísýnustu í rúman aldarfjórðung. Munur milli stjórnar og stjórnarandstöðu er innan skekkjumarka. Svíar ganga að kjörborðinu á sunnudaginn og kjósa til þings. Kannanir sænsku könnunarfyrirtækjanna Synovate Temo og Sifo sýna að ekki hefur verið jafn mjótt á mununum síðan 1979. Samkvæmt báðum könnunum hefur stjórnarandstaðan örlítið forskot á ríkisstjórn Görans Persson, forsætisráðherra. Fylgi Jafnaðarmanna og stuðningsflokka mælist 46,9% annars vegar og 46,6% hins vegar. Fylgi fylkingar fjögurra mið- og hægri flokka mælist rétt rúm 48% í báðum könnunum. Fylgi Þjóðarflokksins, annars stærsta stjórnarandstöðuflokksins, mælist um 8% sem er meira en búist var við eftir að njósnahneysli tengt flokknum komst í hámæli á dögunum. Þá komst upp um það að nokkrir starfsmenn flokksins hefðu brotist inn á lokað vefsvæði Jafnaðarmanna. Blaðafulltrúar flokksins og formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Vestur-Svíþjóð eru sakaðir um að hafa brotist inn á síðuna. Afsagnar Lars Leijerborg, formanns flokksins, hefur verið krafist en hann hefur sagt að hann hafi ekki vitað af njósnunum fyrr en þær komust í hámæli. Per Jodenius, annar blaðafulltrúinn, staðfesti það í viðtali við sænska útvarpið. Í fyrrakvöld gerði sænska lögreglan sprengju óvirka við kosningaskrifstofu Þjóðarflokksins við Gustav Adolfs-torg í Malmö. Svæðið var rýmt og sprengjan flutt burt og gerð óvirk. Ekki liggur fyrir hverjir komu sprengjunni fyrir en málið hefur valdið miklum óróa meðal flokksmanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira