Gæsluvarðhald yfir þingmönnum framlengt 12. september 2006 13:31 Abdul Aziz Duaik hrópar á fréttamenn við komuna í herdómstólinn á Ramallah í morgun. MYND/AP Gæsluvarðhald yfir tveimur háttsettum þingmönnum Hamas-samtakanna hefur verið framlengt samkvæmt ákvörðun dómara í Ísrael. Einhverjir þingmenn sem eru í haldi verða þó látnir lausir á næstunni. Flestir þeirra voru teknir höndum skömmu eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu. Þingmennirnir tveir, Abed El Aziz Duaik, þingforseti, og Mahmoud al-Ramahi, mættu fyrir herrétt í morgun en þeir voru handteknir fyrir nokkrum vikum. Eftir að dómari hafði úrskurðað þá í frekara gæsluvarðhald voru þeir fluttir í Ofer-fangabúðirnar í útjaðri Ramallah á Vesturbakkanum. Ísrelsk yfirvöld handtóku fulltrúa Hamas, lýðræðiselga kjörna þingmenn og ráðherra í heimastjórninni, skömmu eftir að herskáir Palestínumenn, sem sagðir eru tengjast Hamas, réðust á varðstöð Ísraelshers nálægt landamærunum að Gaza-svæðinu í júní síðastliðnum og rændu ísraelskum hermanni. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Herskáir Palestínumenn segja áhlaupið hafa verið svar við fjölmörgum mannskæðum flugskeytaárásum Ísraela á almenna borgara nokkrum vikum áður. Ísraelar svöruðu með hörðum árásum á Gaza-svæðið sem kostuðu rúmlega tvö hundruð manns lífið. Hamas-liðarnir, sem komu fyrir rétt í dag, voru ákærðir fyrir aðild að ólöglegum samtökum og eiga yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm verði þeir sakfelldir. Um leið og tilkynnti var að þingmennirnir tveir yrðu áfram í haldi upplýsti dómari að einhverjir þingmenn og ráðherrar sem eru í haldi yrðu látnir lausir hið fyrsta. Ekki er þó vitað hverjir það verða. Þeir verða þó aðeins látnir lausir gegn tryggingu og geta átt yfir höfði sér ákæru síðar. Fréttir bárust af því í gær að samkomulag hefði náðst um eins konar þjóðstjórn Palestínumanna og voru Duaik og al-Ramahi aðspurðir afar sáttir með þá skipan mála. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórninni, greindu báðir frá þessu. Þá stjórn myndu bæði Hamas-liðar og fulltrúar Fatah-hreyfingar Abbas skipa. Í morgun sagði Haniyeh, sem að líkindum færi fyrir nýriri stjórn, ekki koma til greina að semja við Ísraelsmenn. Hann hefur þó áður sagt að hann hefði ekkert að athuga við það að Abbas semji við Ísraelsmenn. Það staðfesti talsmaður Hamas í morgun. Samkomulag sem forsetinn gerði þyrfti síðan að fara í gegnum þingið. Abbas hefur lýst sig tilbúinn til viðræðna við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og hefur Olmert tekið í sama streng. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir tveimur háttsettum þingmönnum Hamas-samtakanna hefur verið framlengt samkvæmt ákvörðun dómara í Ísrael. Einhverjir þingmenn sem eru í haldi verða þó látnir lausir á næstunni. Flestir þeirra voru teknir höndum skömmu eftir að herskáir Palestínumenn rændu ísraelskum hermanni á Gaza-svæðinu. Þingmennirnir tveir, Abed El Aziz Duaik, þingforseti, og Mahmoud al-Ramahi, mættu fyrir herrétt í morgun en þeir voru handteknir fyrir nokkrum vikum. Eftir að dómari hafði úrskurðað þá í frekara gæsluvarðhald voru þeir fluttir í Ofer-fangabúðirnar í útjaðri Ramallah á Vesturbakkanum. Ísrelsk yfirvöld handtóku fulltrúa Hamas, lýðræðiselga kjörna þingmenn og ráðherra í heimastjórninni, skömmu eftir að herskáir Palestínumenn, sem sagðir eru tengjast Hamas, réðust á varðstöð Ísraelshers nálægt landamærunum að Gaza-svæðinu í júní síðastliðnum og rændu ísraelskum hermanni. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Herskáir Palestínumenn segja áhlaupið hafa verið svar við fjölmörgum mannskæðum flugskeytaárásum Ísraela á almenna borgara nokkrum vikum áður. Ísraelar svöruðu með hörðum árásum á Gaza-svæðið sem kostuðu rúmlega tvö hundruð manns lífið. Hamas-liðarnir, sem komu fyrir rétt í dag, voru ákærðir fyrir aðild að ólöglegum samtökum og eiga yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm verði þeir sakfelldir. Um leið og tilkynnti var að þingmennirnir tveir yrðu áfram í haldi upplýsti dómari að einhverjir þingmenn og ráðherrar sem eru í haldi yrðu látnir lausir hið fyrsta. Ekki er þó vitað hverjir það verða. Þeir verða þó aðeins látnir lausir gegn tryggingu og geta átt yfir höfði sér ákæru síðar. Fréttir bárust af því í gær að samkomulag hefði náðst um eins konar þjóðstjórn Palestínumanna og voru Duaik og al-Ramahi aðspurðir afar sáttir með þá skipan mála. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórninni, greindu báðir frá þessu. Þá stjórn myndu bæði Hamas-liðar og fulltrúar Fatah-hreyfingar Abbas skipa. Í morgun sagði Haniyeh, sem að líkindum færi fyrir nýriri stjórn, ekki koma til greina að semja við Ísraelsmenn. Hann hefur þó áður sagt að hann hefði ekkert að athuga við það að Abbas semji við Ísraelsmenn. Það staðfesti talsmaður Hamas í morgun. Samkomulag sem forsetinn gerði þyrfti síðan að fara í gegnum þingið. Abbas hefur lýst sig tilbúinn til viðræðna við Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og hefur Olmert tekið í sama streng.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira