Hvatt til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum 11. september 2006 13:00 Næstráðandi hjá al Kaída hryðjuverkasamtökunum hvetur til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum og bandarískum hagsmunum í nýju myndbandi sem birt var í dag. Upptaka af leiðtoga samtakanna, Osama bin Laden, sem sögð er tekin skömmu fyrir hryðjuverkárásirnar ellefta september 2001 var einnig birt í dag. Myndbandið er níutíu og tveggja mínútna langt og ber titilinn "Árásirnar á Manhattan". Þar má sjá myndir af bin Laden þar sem henn er að hvetja ódæðismennina áfram og segja þeim að búa sig undir píslarvættisdauða, nokkrum dögum áður en þeir létu til skarar skríða fyrir fimm árum. Einnig má sjá upptökur þar sem nokkrir árásarmennirnir kveðja ættingja og vini. Einnig má sjá þá við æfingar á ótilgreindum stöðum. Líklegast er þó talið að upptakan sé gerð í Afganistan. Á myndbandinu má einnig sjá bin Laden funda með helstu bandamönnum sínum, þeim Mohammed Atef og Ramzi Binalshibh. Atef féll í loftárásum Bandaríkjamanna í Afganistan 2001 og Binalshib var tekinn höndum fyrir fjórum árum í Pakistan og er nú í haldi Bandaríkjamanna. Myndbandið er merkt As-Sahab sem er eins konar upplýsingaveita al Kaída. Ayman al-Zawahri, næstráðandi hjá al Kaída samtökunum, kemur fram í nýju myndbandi sem var birt var á vefsíðu öfgasinnaðra múslima í dag. Þar hvetur hann til þess að múslimar herði á árásum sínum gegn Bandaríkjamönnum. Þar segir hann frekari ógnaratburða að vænta. Bæði bandaríska fréttastöðin CNN og arabíska stöðin Al Jazeera hafa sýnt brot úr myndbandinu í dag þar sem sjá má al-Zawahri íklæddan hvítum kufli þar sem hann situr fyrir framan bókaskáp. Hann segir meðal annars stjórnvöld í Egyptalandi, Jórdaníu og Sádí-Arabíu bera ábyrgð á drápum á múslimum í Mið-Austurlöndum. Erlent Fréttir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Næstráðandi hjá al Kaída hryðjuverkasamtökunum hvetur til óhæfuverka gegn Bandaríkjamönnum og bandarískum hagsmunum í nýju myndbandi sem birt var í dag. Upptaka af leiðtoga samtakanna, Osama bin Laden, sem sögð er tekin skömmu fyrir hryðjuverkárásirnar ellefta september 2001 var einnig birt í dag. Myndbandið er níutíu og tveggja mínútna langt og ber titilinn "Árásirnar á Manhattan". Þar má sjá myndir af bin Laden þar sem henn er að hvetja ódæðismennina áfram og segja þeim að búa sig undir píslarvættisdauða, nokkrum dögum áður en þeir létu til skarar skríða fyrir fimm árum. Einnig má sjá upptökur þar sem nokkrir árásarmennirnir kveðja ættingja og vini. Einnig má sjá þá við æfingar á ótilgreindum stöðum. Líklegast er þó talið að upptakan sé gerð í Afganistan. Á myndbandinu má einnig sjá bin Laden funda með helstu bandamönnum sínum, þeim Mohammed Atef og Ramzi Binalshibh. Atef féll í loftárásum Bandaríkjamanna í Afganistan 2001 og Binalshib var tekinn höndum fyrir fjórum árum í Pakistan og er nú í haldi Bandaríkjamanna. Myndbandið er merkt As-Sahab sem er eins konar upplýsingaveita al Kaída. Ayman al-Zawahri, næstráðandi hjá al Kaída samtökunum, kemur fram í nýju myndbandi sem var birt var á vefsíðu öfgasinnaðra múslima í dag. Þar hvetur hann til þess að múslimar herði á árásum sínum gegn Bandaríkjamönnum. Þar segir hann frekari ógnaratburða að vænta. Bæði bandaríska fréttastöðin CNN og arabíska stöðin Al Jazeera hafa sýnt brot úr myndbandinu í dag þar sem sjá má al-Zawahri íklæddan hvítum kufli þar sem hann situr fyrir framan bókaskáp. Hann segir meðal annars stjórnvöld í Egyptalandi, Jórdaníu og Sádí-Arabíu bera ábyrgð á drápum á múslimum í Mið-Austurlöndum.
Erlent Fréttir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira