Blair í Ísrael 9. september 2006 18:45 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, virðist ekki láta vandræði heima fyrir slá sig út af laginu og hélt í heimsókn til Ísraels í dag. Skömmu áður flutti hann ræðu í Lundúnum þar sem hann hvatti til einingar innan Verkamannaflokksins. Blair ávarpaði tíu ára afmælisráðstefnu svokallaðra Framfarasamtaka í Bretlandi. Ræðan er hans fyrsta síðan hann greindi frá því fyrir helgi að hann myndi láta af leiðtogaembætti og hverfa úr Downing-stræti tíu innan árs. Dagana áður hafði komið fram sú krafa frá mörgum flokksmönnum að Blair tímasetti margboðað brotthvarf sitt af valdastól. Blair sagði mikilvægt að félagar í Verkamannaflokknum legðu niður innanflokksdeilur og mótuðu stefnu til framtíðar ef sigur ætti að nást í næstu kosningum. Blair sagði þrjú ár til kosninga og því nægur tími til að endurskipuleggja flokkin. Það sé þó aðeins hægt með þvi að hegða sér eins og fyrir kosningarnar árið 1997 þegar flokkinn hungraði í völd. Þá hafi liðsmenn hans skilið að fólkið skipti mestu máli en ekki stjórnmálamenn. Það var svo síðdegis í dag sem Blair kom til Ísrael til viðræðna við ráðamenn þar. Þar ræddi hann við Ehud Olmert, forsætisráðherra, um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs, ástandið í Líbanon og kjarnorkuáætlun Írana. Hvað kjarnorkudeiluna við stjórnvöld í Teheran varðar þá átti Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fund með Ari Larijani, aðal samningamanni Írana í kjarnorkudeilunni, í Austurríki í dag. Vesturveldin segja þennan fund síðasta möguleika Írana til að forðast refsiaðgerðir ef þeir hætti ekki auðgun úrans. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, virðist ekki láta vandræði heima fyrir slá sig út af laginu og hélt í heimsókn til Ísraels í dag. Skömmu áður flutti hann ræðu í Lundúnum þar sem hann hvatti til einingar innan Verkamannaflokksins. Blair ávarpaði tíu ára afmælisráðstefnu svokallaðra Framfarasamtaka í Bretlandi. Ræðan er hans fyrsta síðan hann greindi frá því fyrir helgi að hann myndi láta af leiðtogaembætti og hverfa úr Downing-stræti tíu innan árs. Dagana áður hafði komið fram sú krafa frá mörgum flokksmönnum að Blair tímasetti margboðað brotthvarf sitt af valdastól. Blair sagði mikilvægt að félagar í Verkamannaflokknum legðu niður innanflokksdeilur og mótuðu stefnu til framtíðar ef sigur ætti að nást í næstu kosningum. Blair sagði þrjú ár til kosninga og því nægur tími til að endurskipuleggja flokkin. Það sé þó aðeins hægt með þvi að hegða sér eins og fyrir kosningarnar árið 1997 þegar flokkinn hungraði í völd. Þá hafi liðsmenn hans skilið að fólkið skipti mestu máli en ekki stjórnmálamenn. Það var svo síðdegis í dag sem Blair kom til Ísrael til viðræðna við ráðamenn þar. Þar ræddi hann við Ehud Olmert, forsætisráðherra, um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs, ástandið í Líbanon og kjarnorkuáætlun Írana. Hvað kjarnorkudeiluna við stjórnvöld í Teheran varðar þá átti Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fund með Ari Larijani, aðal samningamanni Írana í kjarnorkudeilunni, í Austurríki í dag. Vesturveldin segja þennan fund síðasta möguleika Írana til að forðast refsiaðgerðir ef þeir hætti ekki auðgun úrans.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira