Innlent

Starfandi erlendum ríkisborgurum fjölgar um 265% á sjö árum

MYND/Vilhelm

Starfandi erlendir ríkisborgurum fjölgaði um 265 prósent frá árinu 1998 til 2005. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Starfandi erlendir ríkisborgarar voru 9.010 árið 2005 eða 5,5 prósent af heildarfjölda starfandi fólks en voru 3.400 árið 1998 eða 2,3 prósent af starfandi fólki.

Tölur Hagstofunnar leiða einnig í ljós að árið 2005 störfuðu 4.420 erlendir ríkisborgarar á höfuðborgarsvæðinu en 4.340 utan þess. Utan höfuðborgarsvæðisins störfuðu flestir erlendir ríkisborgarar á Austurlandi eða 1.790, flestir við mannvirkjagerð. Flestir hinna erlendur ríkisborgara sem starfa hér á landi eru frá Póllandi eða tæp tvö þúsund en þar á eftir koma Danir, Filippseyingar, Portúgalir og Þjóðverjar, rúmlega 500 frá hverju landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×