Innlent

Um 5-10 einstaklingar greinast með HIV smit árlega hér á landi

Fjöldi nýsmitraðra ungra manna með HIV-veiruna hefur ekki verið meiri í tíu ár í Danmörku. Um fimm til tíu einstaklingar greinast með HIV hér á landi á hverju ári.

Politiken greinir frá því í dag að um sé að ræða karlmenn undir 30 ára aldri sem hafi smitast af veirunni eftir kynmök með öðrum karlmanni. Karlmenn í þessum hópi voru 25% nýsmitaðra í Danmörku á síðasta ári en þá var tilkynnt um rúmlega tvö hundruð og sextíu ný tilfelli, og þar af voru karlmenn um hundrað og níutíu og konur um 70 talsins. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði, talar um nýjan hóp Hiv smitaðra, men that have sex with other men, eða karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum körlum.

Fimm til tíu einstaklingar greinast með HIV smit hér á landi árlega. Í lok síðasta árs höfðu 184 einstaklingar greinst frá árinu 1983, þar af um 140 karlmenn og um 40 konur. Smokkurinn er besta vörnin gegn hiv smiti, sem og kynsjúkdómum. Tilfellum klamidíu og lekanda hefur fjölgað hratt á síðustu árum en meiri líkur eru á að einstaklingur smitist af HIV veirunni ef viðkomandi eða rekkjunautur hans er með kynsjúkdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×