Innlent

Lagður af stað yfir Ermasundið

Benedikt kemur á land eftir sjósund.
Benedikt kemur á land eftir sjósund. Mynd/Vísir

Benedikt S. Lafleur lagði af stað í þreksund sitt yfir Ermarsundið upp úr sjö í morgun. Í samtali við NFS í morgun var hann brattur og sagði aðstæður prýðisgóðar í dag en sundraunin hefur frestast um nokkra daga vegna veðurs og öldugangs. Hann býst við að sundið taki yfir 20 tíma, allt upp í 26 klukkustundir og ef allt gengur að óskum kemur hann að landi í Frakklandi í fyrramálið. Ermarsundið er um 32-35 kílómetrar og er sjórinn um 19 gráðu heitur við yfirborðið í dag. Ef vel heppnast verður Benedikt fyrsti Íslendingurinn sem kemst alla leið yfir Ermarsundið á sundi en Eyjólfur Jónsson, sundkappi með meiru, varð frá að hverfa oftar en einu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×