Innlent

Bónus ódýrasta lágvöruverslunin samkvæmt könnun ASÍ

Bónus er ódýrasta lágvöruverðsverslunin, samkvæmt verðkönnun ASÍ, en ef lækka ætti matvöruverð enn frekar þyrfti að vinna bug á innflutningshöftum og fákeppni. Þetta segir hagfræðingur Alþýðusambandsins.

Allt að 18% verðmunur reyndist vera á milli hæsta og lægsta verðs á vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær,

Bónus í Holtagörðum, Krónunni Langholtsvegi, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vesturbergi. Vörukarfan samanstóð af 40 almennum neysluvörum til heimilisnota.

Ódýrasta karfan var í verslun Bónus eða um 9.700 krónur en sú dýrasta var í verslun Kaskó þar sem karfan kostaði um 11.500 krónur.

Þegar einstakar vörutegundir eru skoðaðar reyndist minnsti verðmunur milli verslanna á smjöri, osti og öðrum mjólkurvörum en allt að 100% munur og meiri reyndist vera á milli hæsta og lægsta kílóverðs af pasta og jarðarberjasultu. Þá reyndist vera rúmlega 61% munur á heilhveitbrauði en þar var lægsta verð 129 krónur en hæst varð það 206 krónur. Í könnuninni var miðað við beinan verðsamanburð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×