Innlent

Farþegum um FLE fjölgar um 10 prósent í ágúst

MYND/eitur

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 10 prósent í ágúst miðað við sama tíma í fyrra, úr tæpum 245 þúsund farþegum árið 2005 í rúmlega 269 þúsund farþega nú.

Þetta kemur fram á heimasíðu flugstöðvarinnar. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur tæpum 15 prósentum milli ára en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fækkaði um rúm 14 prósent. Útlit er fyrir að met verði slegið í fjölda erlendra ferðamanna hér á landi í ár og að í kringum 400 þúsund manns sæki landið heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×