Innlent

Allt að 100 prósenta starfsmannavelta í verslunum

Svipuð eftirspurn er eftir starfsfólki í verslanir og síðasta haust eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Samtaka verslunar- og þjónustu. Þar segir einnig að algengt sé að starfsmannavelta í dagvöruverslunum sé um hundrað prósent, sem jafngildir því að allir starfsmenn verslunar láti af störfum á hverju ári og nýir séu ráðnir í staðinn.

Hafa stjórnendur verslana leitað í auknum mæli eftir erlendum starfsmönnum og íhuga að bjóða upp á íslenskunámskeið til þess að geta nýtt þá til fjölbreyttari starfa. Einnig er áhugi á að fá að fá fólk sem komið er yfir miðjan aldur til starfa en það hefur gengið bröusuglega, meðal annars vegna þess að að ellilífeyrir og aðrar bætur skerðast ef fólk vinnur sér inn einhverjar tekjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×