Óttast er að nokkuð mannfall hafi orðið þegar bílsprengja sprakk á Gaza-svæðinu í kvöld. Ekki liggur fyrir hve margir féllu í árásinni.
Þetta gerðist aðeins nokkrum klukkustundum eftir að herskár Palestínumaður féll og annar særðist í loftárás Ísraelshers á sama svæði.