Innlent

Meðalaldur starfsmanna stórmarkaða lækkar um 7 ár

MYND/Sigurður Jökull

Meðalaldur félagsmanna VR sem vinna í stórmörkuðum hefur lækkað um heil sjö ár síðan árið 2000 og segir á heimasíðu VR að félagið hafi heyrt dæmi þess að ungmenni á aldrinum 13 til 14 ára vinni langtum meira en kveðið er á um í reglugerð um vinnu ungmenna. Þessi aldurshópur á, með réttu, aldrei að vinna meira en 12 klukkustundir á viku þegar skólar eru byrjaðir en VR segir dæmi um 12 til 15 klukkustunda vinnudaga meðal þessa aldurshóps.

13 til 14 ára unglingar mega heldur ekki vinna á nóttunni en VR sagði þá reglu einnig hafa verið brotna. Reglugerð um vinnu unglinga má meðal annars finna inni á heimasíðu VR, www.vr.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×