Gíslataka í rússnesku fangelsi 4. september 2006 22:30 Lögreglumenn fyrir utan fangelsið. MYND/AP Rússneskum sérsveitarmönnum tókst í dag að frelsa menn sem gæsluvarðhaldsfangar í fangelsi í Moskvu tóku í gíslingu. Engan mun hafa sakað í atganginum en heyra mátti skothríð og sprengingar úr nokkurri fjarlægð. Enn er atburðarásin nokkuð óljós og fer tvennum sögum af því hve margir voru teknir í gíslingu. Ýmist er talað um tvo gísla, fangelsisstjórann og annan starfsmann fangelsinsin, eða fimmtán gísla. Í fangelsinu eru gæsluvarðhaldsfangar sem bíða þess að mál þeirra verið tekin fyrir af dómstólum. Meðan á umsátrinu um fangelsið hafði ein rússnesk fréttastofa eftir starfmanni fangelsisins að gíslarnir væru fimmtán sem er þvert á það sem einn stjórnenda fangelsisisn sagði eftir að gíslatökunni lauk. Þar sagði hann gíslana hafa verið tvö og engan sakað í áhlaupi sérsveitarmanna. Fyrr um daginn bárust einnig fréttir af því að fjörutíu fangar hefðu gert uppreisn en því var vísað á bug. Að sögn yfirvalda var reynt að semja við gíslatökumennina en að lokum hafi verið látið til skarar skríða og notaðar til þess hvellsprengjur og reykvélar til að hrella fangana og yfirbuga. Eftir að ráðist var til inngöngu mátti heyra skothríð og sprengingar í nokkurri fjarlægð frá fangelsinu. Yfirmaður fangelsinsi segir ljóst að villandi upplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla, og þær líkast til komið frá gíslatökumönnunum sjálfum. Itar-tass fréttastofan hefur eftir yfirmanni fangelsa í Rússlandi að aðgerð sérsveitarmanna hafi tekið eina og hálfa mínútu og valdi hafi verið beitt. NTV fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að fimm menn í fangelsinu hafi hlotið stungusár áður en sérsveitarmenn réðust til inngöngu. En hver svo sem atburðarásin var virðist sem gíslum hafi verið bjargað og gíslatökumennirnir megi eiga von á því að fá maklega málagjöld. Erlent Fréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Rússneskum sérsveitarmönnum tókst í dag að frelsa menn sem gæsluvarðhaldsfangar í fangelsi í Moskvu tóku í gíslingu. Engan mun hafa sakað í atganginum en heyra mátti skothríð og sprengingar úr nokkurri fjarlægð. Enn er atburðarásin nokkuð óljós og fer tvennum sögum af því hve margir voru teknir í gíslingu. Ýmist er talað um tvo gísla, fangelsisstjórann og annan starfsmann fangelsinsin, eða fimmtán gísla. Í fangelsinu eru gæsluvarðhaldsfangar sem bíða þess að mál þeirra verið tekin fyrir af dómstólum. Meðan á umsátrinu um fangelsið hafði ein rússnesk fréttastofa eftir starfmanni fangelsisins að gíslarnir væru fimmtán sem er þvert á það sem einn stjórnenda fangelsisisn sagði eftir að gíslatökunni lauk. Þar sagði hann gíslana hafa verið tvö og engan sakað í áhlaupi sérsveitarmanna. Fyrr um daginn bárust einnig fréttir af því að fjörutíu fangar hefðu gert uppreisn en því var vísað á bug. Að sögn yfirvalda var reynt að semja við gíslatökumennina en að lokum hafi verið látið til skarar skríða og notaðar til þess hvellsprengjur og reykvélar til að hrella fangana og yfirbuga. Eftir að ráðist var til inngöngu mátti heyra skothríð og sprengingar í nokkurri fjarlægð frá fangelsinu. Yfirmaður fangelsinsi segir ljóst að villandi upplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla, og þær líkast til komið frá gíslatökumönnunum sjálfum. Itar-tass fréttastofan hefur eftir yfirmanni fangelsa í Rússlandi að aðgerð sérsveitarmanna hafi tekið eina og hálfa mínútu og valdi hafi verið beitt. NTV fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að fimm menn í fangelsinu hafi hlotið stungusár áður en sérsveitarmenn réðust til inngöngu. En hver svo sem atburðarásin var virðist sem gíslum hafi verið bjargað og gíslatökumennirnir megi eiga von á því að fá maklega málagjöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira