Körfubolti

Fimm nýliðar í landsliðshóp Guðjóns

Helena Sverrisdóttir úr Haukum er í landsliðshóp Guðjóns Skúlasonar
Helena Sverrisdóttir úr Haukum er í landsliðshóp Guðjóns Skúlasonar

Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari hefur valið 16 manna hóp sem tekur þátt í Evrópumóti landsliða í Rotterdam um næstu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið fer á Evrópumótið, en í hóp Guðjóns eru fimm nýliðar.

Íslandsmeistarar Hauka eiga fimm leikmenn í landsliðshópnum, Keflavík og ÍS eiga fjóra og Grindavík þrjá.  Pálína Gunnlaugsdóttur, Hanna Hálfanardóttir og Sigrún Ámundadóttir úr Haukum, Jovana Lilja Stefánsdóttir frá Grindavík og Keflvíkingurinn Margrét Kara Sturludóttir eru allar nýliðar í hópnum. Þetta kemur fram á vef KKÍ.

Hér fyrir neðan má sjá landsliðshópinn:

Bakverðir

Helena Sverrisdóttir, Haukum (15 leikir)

Hildur Sigurðardóttir, Grindavík (46 leikir)

Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum (2 leikir)

Pálína Gunnlaugsdóttir, Haukum (Nýliði)

Stella Rún Kristjánsdóttir, ÍS (5 leikir)

Framherjar

Birna Valgarðsdóttir, Keflavík (65 leikir)

Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (7 leikir)

Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík (Nýliði)

Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík (Nýliði)

Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (2 leikir)

Sigrún Ámundadóttir, Haukum (Nýliði)

Þórunn Bjarnadóttir, ÍS (11 leikur)

Miðherjar

Hanna S. Hálfdanardóttir, Haukum (Nýliði)

Helga Jónsdóttir, ÍS (16 leikir)

María Ben Erlingsdóttir, Keflavík (13 leikir)

Signý Hermannsdóttir, ÍS (38 leikir)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×