Finnska landsliðið í körfuknattleik kemur hingað til lands í dag og hefur undirbúning sinn fyrir leikinn við Ísland í B-deild Evrópumótsins á miðvikudagskvöld. Finnar ætla sér góðan tíma í undirbúninginn og ætla sér sigur, en lögðu íslenska liðið á Norðurlandamótinu í haust. Þar var íslenska liðið ekki með nokkra af sínum bestu leikmönnum, en annað verður uppi á teningnum á miðvikudagskvöldið.
Leikurinn á miðvikudag hefst klukkan 20:30 í Laugardalshöllinni og því er upplagt fyrir áhugasama að fara fyrst á leik Íslands og Danmerkur í knattspyrnu klukkan 18 á Laugardalsvelli og skokka svo yfir í höllina og horfa á körfuboltalandsliðið etja kappi við sterkt lið Finna.