Innlent

Árleg messa í Eyrarkirkju í dag

Árviss messa verður haldin í Eyrarkirkju í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi kl. 14 í dag. Fréttavefur Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því hefð hafi myndast fyrir tíu árum eða svo að messa árlega í kirkjunni. Kirkjan er merkileg fyrir margar sakir en hún var reist árið 1866 og gerð upp fyrir áratug síðan. Kirkjan var friðuð í byrjun árs 1990. Það er Valdimar Hreiðarsson, sóknarprestur á Suðureyri sem messar og Sigríður Ragnarsdóttir er organisti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×