Innlent

Aðstoðarrektor Bifrastar segir upp

Mynd/Haraldur Jónasson

Magnús Árni Magnússon sagði upp starfi sínu sem aðstoðarrektor í Viðskiptaháskólanum á Bifröst í fyrradag. Magnús sagði, í samtali við NFS í dag, ástæðuna vera persónulegs eðlis. Hann væri búin að sinna starfinu í 6 ár og væri sáttur við að skipta um starfsvettvang. Magnús hefur þegar verið ráðið sig í annað starf, sem hann vill ekki gefa upp að svo stöddu, en segist hverfa frá akademíunni að sinni og halda inn í atvinnulífið. Magnús mun starfa á Bifröst út september, og ganga frá sínum málum en mun svo að öllum líkindum segja skilið við háskólann í október.

Samningur Runólfs Ágústssonar, rektors Viðskiptaháskólans á Bifröst var framlengdur í gær um eitt ár. Stjórn skólans segir framlengingu samningsins koma til vegna uppbyggingar sem nú á sér stað í skólanum. Því mun Runólfur sitja ári lengur en hefðbundin átta ára samningur kveður á um eða fram til haustsins 2008. Háskólastjórn Bifrastar hefur nýlega breytt því ákvæði að rektor skuli aðeins sitja í 8 ár, en stjórnarformaður háskólans segir breytingarnar ekki gerðar til að ráða Runólf. Hann segir breytingarnar gerðar, þar sem það sé stefna skólans að geta ráðið rektor við skólann eins og hvern annan forstjóra í fyrirtæki þar sem það hæfi betur í nútíma samfélagi.

Magnús segist ekki vilja tjá sig frekar um hver ástæða uppsagnar hans er eða hvort hún tengist eitthvað framlengingu á samningi Runólfs. Ekki hefur verið ákveðið hver kemur í stað Magnúsar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×