Innlent

Vilja göng úr Bolungarvík í Hnífsdal

MYND/Halldór Sveinbjörnsson

Um 150 manns söfnuðust saman og óku Óshlíðina í gærkvöldi til að minna á það ástand sem oft ríkir á Óshlíðarvegi. Valrún Valgeirsdóttir, sem á hugmyndina að hópakstrinum, ræsti bílalestina með því að skjóta á loft neyðarblysi.

Eina akstursleiðin til Bolungarvíkur er um Óshlíðarveg. Vegurinn liggur frá Hnífsdal utan í brattri Óshlíðinni og er vegurinn með hættulegustu vegum landsins. Mikið grjóthrun verður oft í hlíðinni og hefur um árabil verið reynt að verja veginn með takmörkuðum árangri. Síðast liðið haust ákvað ríkisstjórnin að leggja einn milljarð í jarðgangagerð, framhjá hættulegasta kaflanum. Í kjölfarið var farið í rannsóknir á gerð ganganna og er þeim nú nýlokið.

Valrún Valgeirsdóttir segir að með hópalstrinum vilja Bolvíkingar minna á að Óshliðarvegur sé stórhættulegur og ekkert minna dugi en að gera göng alla leið til Hnífsdals. Hún segir neyðarástand ríkja á veginum. Því ræsti hún bílalestina í gær með því að skjóta á loft neyðarblysi.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×