Höfðu ekki undan að taka á móti atkvæðum 30. ágúst 2006 19:30 MYND/Hrönn Svo virðist sem þjóðin hafi brugðist við áeggjan Skjás eins og stuðningsmanna Magna Ásgeirssonar söngvara og kosið hann í gríð og erg í raunveruleikaþættinum Rock Star:Supernova í nótt. Svo mikill var atgangurinn að netþjónar höfðu ekki undan að taka á móti atkvæðum á tímabili. Magni Ásgeirsson er einn sex keppenda sem berjast um það að verða söngvari rokksveitarinnar Supernova. Sem fyrr koma áhorfendur að vali á söngvaranum og í ljósi þess að Magni var meðal þriggja neðstu í síðustu tveimur þáttum voru landsmenn hvattir til að sofna ekki á verðinum og tryggja hann alla leið í úrslitaþáttinn sem er eftir tvær vikur. Það virðast þeir hafa gert því gríðarlegt álag var á bæði símkerfi og netþjóna í nótt þegar kosning hófst. Öll SMS-skeyti komust til skila og að sögn Björns Sigurðssonar, dagskrárstjóra Skjás eins, sem sýnir þáttinn, en fjöldi þeirra var margfalt meiri en undanfarnar vikur. Erfiðara reyndist hins vegar að kjósa á Netinu fyrsta klukkutímann eftir að opnað var fyrir kosningu og var það vegna álags á netþjóna. Íslendingar létu það ekki á sig fá og í morgun gengu tölvuskeyti manna á milli um að hægt væri að blekkja kosningakerfi þáttarins með því að stilla tölvuna yfir á havaískan tíma og kjósa þannig. Fjölmargir virðast hafa gert það í morgun en ekki er ljóst hvort þau atkvæði skiluðu sér. Handfylli atkvæða réð því í síðustu viku að Magni Ásgeirsson varð meðal þriggja neðstu en það ræðst laust eftir miðnætti í kvöld hvort framlag Íslendinga dugar til að halda honum inni í keppninni. Rock Star Supernova Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Sjá meira
Svo virðist sem þjóðin hafi brugðist við áeggjan Skjás eins og stuðningsmanna Magna Ásgeirssonar söngvara og kosið hann í gríð og erg í raunveruleikaþættinum Rock Star:Supernova í nótt. Svo mikill var atgangurinn að netþjónar höfðu ekki undan að taka á móti atkvæðum á tímabili. Magni Ásgeirsson er einn sex keppenda sem berjast um það að verða söngvari rokksveitarinnar Supernova. Sem fyrr koma áhorfendur að vali á söngvaranum og í ljósi þess að Magni var meðal þriggja neðstu í síðustu tveimur þáttum voru landsmenn hvattir til að sofna ekki á verðinum og tryggja hann alla leið í úrslitaþáttinn sem er eftir tvær vikur. Það virðast þeir hafa gert því gríðarlegt álag var á bæði símkerfi og netþjóna í nótt þegar kosning hófst. Öll SMS-skeyti komust til skila og að sögn Björns Sigurðssonar, dagskrárstjóra Skjás eins, sem sýnir þáttinn, en fjöldi þeirra var margfalt meiri en undanfarnar vikur. Erfiðara reyndist hins vegar að kjósa á Netinu fyrsta klukkutímann eftir að opnað var fyrir kosningu og var það vegna álags á netþjóna. Íslendingar létu það ekki á sig fá og í morgun gengu tölvuskeyti manna á milli um að hægt væri að blekkja kosningakerfi þáttarins með því að stilla tölvuna yfir á havaískan tíma og kjósa þannig. Fjölmargir virðast hafa gert það í morgun en ekki er ljóst hvort þau atkvæði skiluðu sér. Handfylli atkvæða réð því í síðustu viku að Magni Ásgeirsson varð meðal þriggja neðstu en það ræðst laust eftir miðnætti í kvöld hvort framlag Íslendinga dugar til að halda honum inni í keppninni.
Rock Star Supernova Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Sjá meira