Innlent

Tefla á skákborði meistaranna

Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson hófu að tefla um Íslandsmeistaratitilinn í skák í húsakynnum Orkuveitunnar klukkan fimm í dag. Þeir tefla á skákborðinu sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972, en afar sjaldgæft að mönnum sé leyft að tefla á því.

Borðið verður síðan sent til Þýskalands innan skamms þar sem það fer á viðamikla sýningu sem helguð er skák og stjórnmálum.Borðið var síðast notað í febrúar þegar Friðrik Ólafsson tefldi á því við Boris Spasský þegar hann var hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×