Syrgir mannræningja sinn 28. ágúst 2006 19:30 Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Natascha fannst á ráfi í garði í Vín í síðustu viku en daginn áður hafði hún sloppið frá mannræningjanum, Wolfgang Priklopil. Síðan þá hefur hún ekki komið fram opinberlega eða veitt viðtöl. Það var svo í dag sem Max Friedrich, sálfræðingur hennar, las yfirlýsingu frá henni á blaðamannafundi. Þar segist hún gera sér grein fyrir því að fólk fylltist óhug yfir því sem fyrir hana kom og spyrði hvernig það gæti hafa gerst. Hún ætli sér hins vegar ekki að svara spurningum þar sem farið verði út smáatriði. Í yfirlýsingunni segir hún herbergið sitt litla hafa verið hennar og ekki ætlunin að aðbúnaður þar kæmi fyrir almennings sjónir. Hún segir daglegt líf sitt hafa verið vel skipulagt. Hún hafi oftast borðað morgunmat með Priklopil. Síðan hafi hún unnið húsverk, lesið bækur, horft á sjónvarp og eldað. Priklopil hafi lítið sem ekkert unnið meðan hún var í haldi hjá honum. Hún neitar því að hafa kallað Priklopil meistara sinn þó hann hafi viljað það. Hún segir meðferðina á sér hafa verið misjafna. Einn dag hafi hann komið vel fram við hana en annan ekki. Síðan bað hún fjölmiðla um að láta sig í friði og sagði langt í það að hún gæti talað opinberlega um raunir sínar. Natascha er sögð þjást af Stokhólm-heilkennum, sem lýsa sér í því að gíslar taka mannræningja sína í sátt og mynda ákveðin tengsl við þá. Þegar lögregla greindi Natöschu frá því að Priklopil hefði svipt sig lífi eftir að hún slapp frá honum mun hún hafa grátið óstjórnlega. Hún er sögð syrgja hann. Foreldrar Natöschu, sem hafa skilið, eru ósáttir við að hafa ekki fengið að hitta hana. Lögregla segir það ekki bannað en hún hafi sjálf óskað eftir því að vera flutt á öruggan stað, fjarri þeim. Þar fái hún meðferð hjá geðlæknum. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Natascha fannst á ráfi í garði í Vín í síðustu viku en daginn áður hafði hún sloppið frá mannræningjanum, Wolfgang Priklopil. Síðan þá hefur hún ekki komið fram opinberlega eða veitt viðtöl. Það var svo í dag sem Max Friedrich, sálfræðingur hennar, las yfirlýsingu frá henni á blaðamannafundi. Þar segist hún gera sér grein fyrir því að fólk fylltist óhug yfir því sem fyrir hana kom og spyrði hvernig það gæti hafa gerst. Hún ætli sér hins vegar ekki að svara spurningum þar sem farið verði út smáatriði. Í yfirlýsingunni segir hún herbergið sitt litla hafa verið hennar og ekki ætlunin að aðbúnaður þar kæmi fyrir almennings sjónir. Hún segir daglegt líf sitt hafa verið vel skipulagt. Hún hafi oftast borðað morgunmat með Priklopil. Síðan hafi hún unnið húsverk, lesið bækur, horft á sjónvarp og eldað. Priklopil hafi lítið sem ekkert unnið meðan hún var í haldi hjá honum. Hún neitar því að hafa kallað Priklopil meistara sinn þó hann hafi viljað það. Hún segir meðferðina á sér hafa verið misjafna. Einn dag hafi hann komið vel fram við hana en annan ekki. Síðan bað hún fjölmiðla um að láta sig í friði og sagði langt í það að hún gæti talað opinberlega um raunir sínar. Natascha er sögð þjást af Stokhólm-heilkennum, sem lýsa sér í því að gíslar taka mannræningja sína í sátt og mynda ákveðin tengsl við þá. Þegar lögregla greindi Natöschu frá því að Priklopil hefði svipt sig lífi eftir að hún slapp frá honum mun hún hafa grátið óstjórnlega. Hún er sögð syrgja hann. Foreldrar Natöschu, sem hafa skilið, eru ósáttir við að hafa ekki fengið að hitta hana. Lögregla segir það ekki bannað en hún hafi sjálf óskað eftir því að vera flutt á öruggan stað, fjarri þeim. Þar fái hún meðferð hjá geðlæknum.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira