Erlent

Rútuslys í Suður-Kína

Að minnsta kosti sautján létu lífið og þrjátíu og þrír slösuðust þegar rúta skall á flutningabíl í Guangdong-kantónu í Suður-Kína í morgun. Yfirvöld á svæðinu segja engan hinna slösuðu í lífshættu. Flutningabíllinn var hlaðinn málmgrýti og hafi bílstjórinn lagt út í vegkanti á hraðbraut til að skipta um sprunginn hólbarða. Það var þá sem rútan skall á bílnum. Fimmtán farþegar rútunnar létust samstundis og tveir af sárum sínum á sjúkrahúsi. Yfirvöld segja ökumanni flutningabílsins um að kenna þar sem hann hafi ekki sett upp skýra viðvörun um að hann væri að eiga við bíl sinn á þessum stað. Slysið er nú í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×