Sýrlendingar gætu lokað landamærum sínum fyrir allri umferð ef friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon yrðu staðsettir nærri landamærunum að Sýrlandi. Utanríkisráðherra Finnlands bar blaðamönnum þessi skilaboð eftir fund sinn með sýrlenskum starfsbróður sínum. Forseti Sýrlands hefur einnig sagt að aukning friðargæsluliðs í Líbanon sé fjandsamleg Sýrlendingum og brjóti gegn fullveldi Líbanons.
Sýrlendingar gætu lokað landamærum sínum
