Vopnahlésbrot segja Líbanar 19. ágúst 2006 19:00 Ísraelar gerðu snemma í morgun skyndiáhlaup á bæinn Boudai í Austur-Líbanon, að sögn til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Forsætisráðherra Líbanons segir þetta freklegt brot á vopnahlé í landinu en Ísraelar segjast þvert á móti vera að fylgja skilmálum þess. Áætlað er að senda fimmtán þúsund manna líbansk herlið til suðurhluta landsins til viðbótar jafnstóru alþjóðlegu friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nú hóta Líbanar því að stöðva liðsflutninga ef Sameinuðu þjóðirnar skýri ekki viðhorf sitt til skyndiáhlaups Ísraela á Bekaa-dal í nótt og í morgun. Ísraelar segjast hafa verið að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Fouad Siniora, forsætisráðherra, segir Ísraela hafa brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn. Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, segir Ísraela ekki hafa brotið gegn vopnahlénu, þvert á móti hafi þeir verið að bregðast við brotum á því í Líbanon. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé skýr. Þar segir að Hizbollah-liðar megi ekki nota tíma vopnahlésins til að safna vopnum og taka við fleiri flugskeytum og eldflaugum frá Sýrlandi og Íran. Það hafi verið að gerast og Ísraelar brugðist við og komið í veg fyrir það. Ísraelar segja þörf á aðgerðum á meðan gæslulið sé ekki komið á staðinn og tilbúið til að gegna starfi sínu. Aðgerðin í nótt og í morgun hafi heppnast vel. Hizbollah-liðar segjast hins vegar hafa hrundið árásinni. Hassan Hobballah, þingmaður Hizbollah, segir árásina í morgun sönnun þess að Ísraelar haldi áfram árásarstefnu sinni gagnvart Líbanon og sé sama um ályktanir Öryggisráðsins. Líbanar leggi áherlsu á að þeir séu að gera árás á land þeirra og ásælist það. Það sem gerðist í morgun sé því ekkert nýtt en andspyrnumenn ætli að berjast gegn Ísraelum. Einn hermaður og þrír skæruliðar eru sagðir hafa fallið í átökunum og sex særst. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Ísraelar gerðu snemma í morgun skyndiáhlaup á bæinn Boudai í Austur-Líbanon, að sögn til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Forsætisráðherra Líbanons segir þetta freklegt brot á vopnahlé í landinu en Ísraelar segjast þvert á móti vera að fylgja skilmálum þess. Áætlað er að senda fimmtán þúsund manna líbansk herlið til suðurhluta landsins til viðbótar jafnstóru alþjóðlegu friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nú hóta Líbanar því að stöðva liðsflutninga ef Sameinuðu þjóðirnar skýri ekki viðhorf sitt til skyndiáhlaups Ísraela á Bekaa-dal í nótt og í morgun. Ísraelar segjast hafa verið að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða. Fouad Siniora, forsætisráðherra, segir Ísraela hafa brotið gegn vopnahléssamkomulagi sem hefur verið í gildi frá því á mánudaginn. Mark Regev, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, segir Ísraela ekki hafa brotið gegn vopnahlénu, þvert á móti hafi þeir verið að bregðast við brotum á því í Líbanon. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé skýr. Þar segir að Hizbollah-liðar megi ekki nota tíma vopnahlésins til að safna vopnum og taka við fleiri flugskeytum og eldflaugum frá Sýrlandi og Íran. Það hafi verið að gerast og Ísraelar brugðist við og komið í veg fyrir það. Ísraelar segja þörf á aðgerðum á meðan gæslulið sé ekki komið á staðinn og tilbúið til að gegna starfi sínu. Aðgerðin í nótt og í morgun hafi heppnast vel. Hizbollah-liðar segjast hins vegar hafa hrundið árásinni. Hassan Hobballah, þingmaður Hizbollah, segir árásina í morgun sönnun þess að Ísraelar haldi áfram árásarstefnu sinni gagnvart Líbanon og sé sama um ályktanir Öryggisráðsins. Líbanar leggi áherlsu á að þeir séu að gera árás á land þeirra og ásælist það. Það sem gerðist í morgun sé því ekkert nýtt en andspyrnumenn ætli að berjast gegn Ísraelum. Einn hermaður og þrír skæruliðar eru sagðir hafa fallið í átökunum og sex særst.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira