Flóttamenn halda heim 14. ágúst 2006 17:20 Kona gengur um rústir húss síns í Beirút, höfuðborg Líbanons. MYND/AP Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum. Örtröð er á þröngum stígum og götum í Suður-Líbanon þar sem mörg þúsund brottfluttir Líbanar snúa aftur til síns heima. Fjórðungur Líbana lagði á flótta undan sprengjum Ísraela sem dundu á svæðinu í tæpar fjórar vikur, eða allt þar til í morgun. Þessi flóttamenn hafa því í dag brotið gegn ferðabanni sem Ísraelar settu á og er enn í gildi. Borgir á svæðinu er margar hverjar rústir einar og vissu fjölmargir flóttamenn sem sneru aftur til síns heima ekki hvort nokkuð heillegt biði þeirra við heimkomuna. Hreinsunaraðgerðir í Týrus og Beirút eru hafnar. Í Týrus reyna íbúar að halda eðlilegu lífi áfram í rústum borgarinnar. Í Beirút berjast slökkviliðsmenn við elda sem loga enn í rústum húsa í úthverfum borgarinna. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að það vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Líbanon snemma í morgun héldi. Hann hvatti Líbana og Ísraela til að vinna hratt að því að tryggja varanlegt vopnahlé í samvinnu við friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og í samræmi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því á föstudaginn. Þrátt fyrir það féll einn Hizbollah-skæruliði þegar ísraelskur hermaður skaut að liðsmönnum samtakanna í Suður-Líbanon í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði ísraelska þingið í dag. Hann sagði Ísraela ætla að elta uppi leiðtoga Hizbollah hvar og hvenær sem væri. Auk þess hefðu Ísraela áskilið sér rétt til að bregðast við hvers konar brotum á vopnahléssamkomualginu. Olmert sagði leiðtoga Hizbollah í felum en fullvissaði þingið um að þeir myndu ekki sleppa við refsingu. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum. Örtröð er á þröngum stígum og götum í Suður-Líbanon þar sem mörg þúsund brottfluttir Líbanar snúa aftur til síns heima. Fjórðungur Líbana lagði á flótta undan sprengjum Ísraela sem dundu á svæðinu í tæpar fjórar vikur, eða allt þar til í morgun. Þessi flóttamenn hafa því í dag brotið gegn ferðabanni sem Ísraelar settu á og er enn í gildi. Borgir á svæðinu er margar hverjar rústir einar og vissu fjölmargir flóttamenn sem sneru aftur til síns heima ekki hvort nokkuð heillegt biði þeirra við heimkomuna. Hreinsunaraðgerðir í Týrus og Beirút eru hafnar. Í Týrus reyna íbúar að halda eðlilegu lífi áfram í rústum borgarinnar. Í Beirút berjast slökkviliðsmenn við elda sem loga enn í rústum húsa í úthverfum borgarinna. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að það vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Líbanon snemma í morgun héldi. Hann hvatti Líbana og Ísraela til að vinna hratt að því að tryggja varanlegt vopnahlé í samvinnu við friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og í samræmi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því á föstudaginn. Þrátt fyrir það féll einn Hizbollah-skæruliði þegar ísraelskur hermaður skaut að liðsmönnum samtakanna í Suður-Líbanon í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði ísraelska þingið í dag. Hann sagði Ísraela ætla að elta uppi leiðtoga Hizbollah hvar og hvenær sem væri. Auk þess hefðu Ísraela áskilið sér rétt til að bregðast við hvers konar brotum á vopnahléssamkomualginu. Olmert sagði leiðtoga Hizbollah í felum en fullvissaði þingið um að þeir myndu ekki sleppa við refsingu.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira