Enn deilt um orðalag ályktunar 11. ágúst 2006 12:30 Faðir við lík eiginkonu sinnar og sonar í úthverfi Beirút. MYND/AP Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar hófu á ný loftárásir á suðurhluta Beirút í dögun. Minnst tuttugu háværar sprengingar mátti heyra um alla borg í morgun. Líbanskir fjölmiðlar segja sprengjum hafa rignt yfir vígi Hizbollah-skæruliða í Dahieh-hverfi í borginni. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Svo virðist sem íbúar í hverfinu hafi komið sér á brott fyrir mánuði síðan og byggingar virðast standa auðar. Ísraelsher hefur varað íbúa á tilteknum svæðum í Beirút við yfirvofandi árásum og hvatt þá til að forða sér. Minnst þrettán Líbanar féllu og átján særðust í loftárás Ísraela annars staðar í landinu. Síðan í morgun hefur flugskeytum Hizbollah-skæruliða rignt yfir hafnarborgina Haifa í Norður-Ísrael. Enn er þrýst á um að ályktun Frakka og Bandaríkjamanna, sem miðar að því að binda enda á átökin, verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og greidd um hana atkvæði. Deilt er um orðalag og hvenær liðsflutningar til og frá Suður-Líbanon fari fram. Árangurslausum fundi í ráðinu lauk í gærkvöldi en áætlað er að áfram verði fundað síðar í dag. Bandaríkjamenn segjast vongóðir um að hægt verði að greiða atkvæði um nýja ályktun í dag. Rússar eru þó ekki jafn vongóðir og leggja til að átökum verði hætt í þrjá sólarhringa svo hægt verði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Suður-Líbanon. Meðan sprengjum var varpað á Beirút í morgun átti Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, fund með David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í miðri höfuðborginni. Líbanar munu enn hafa eitthvað við ályktunardrög Frakka og Bandaríkjamanna að athuga þó breytingar hafi þegar verið gerðar á orðalaginu að hluta. Líbanar hafa krafist þess að Ísraelsher hverfi á brott frá Líbanon um leið og vopnahlé taki gildi. Þá muni líbönsk stjórnvöld senda fimmtán þúsund hermenn til suðurhluta landsins. Ísraelar taka hins vegar ekki í mál að hverfa á brott frá Suður-Líbanon fyrr en alþjóðlegt herliði hafi verið sent þangað en það getur tekið margar vikur og jafnvel mánuði. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar hófu á ný loftárásir á suðurhluta Beirút í dögun. Minnst tuttugu háværar sprengingar mátti heyra um alla borg í morgun. Líbanskir fjölmiðlar segja sprengjum hafa rignt yfir vígi Hizbollah-skæruliða í Dahieh-hverfi í borginni. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Svo virðist sem íbúar í hverfinu hafi komið sér á brott fyrir mánuði síðan og byggingar virðast standa auðar. Ísraelsher hefur varað íbúa á tilteknum svæðum í Beirút við yfirvofandi árásum og hvatt þá til að forða sér. Minnst þrettán Líbanar féllu og átján særðust í loftárás Ísraela annars staðar í landinu. Síðan í morgun hefur flugskeytum Hizbollah-skæruliða rignt yfir hafnarborgina Haifa í Norður-Ísrael. Enn er þrýst á um að ályktun Frakka og Bandaríkjamanna, sem miðar að því að binda enda á átökin, verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og greidd um hana atkvæði. Deilt er um orðalag og hvenær liðsflutningar til og frá Suður-Líbanon fari fram. Árangurslausum fundi í ráðinu lauk í gærkvöldi en áætlað er að áfram verði fundað síðar í dag. Bandaríkjamenn segjast vongóðir um að hægt verði að greiða atkvæði um nýja ályktun í dag. Rússar eru þó ekki jafn vongóðir og leggja til að átökum verði hætt í þrjá sólarhringa svo hægt verði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Suður-Líbanon. Meðan sprengjum var varpað á Beirút í morgun átti Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, fund með David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í miðri höfuðborginni. Líbanar munu enn hafa eitthvað við ályktunardrög Frakka og Bandaríkjamanna að athuga þó breytingar hafi þegar verið gerðar á orðalaginu að hluta. Líbanar hafa krafist þess að Ísraelsher hverfi á brott frá Líbanon um leið og vopnahlé taki gildi. Þá muni líbönsk stjórnvöld senda fimmtán þúsund hermenn til suðurhluta landsins. Ísraelar taka hins vegar ekki í mál að hverfa á brott frá Suður-Líbanon fyrr en alþjóðlegt herliði hafi verið sent þangað en það getur tekið margar vikur og jafnvel mánuði.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira