Ekki næst enn samkomulag um breytt orðalag svo hægt verði að stilla til friðar í Líbanon 10. ágúst 2006 12:48 Mynd/AP Ísraelsher náði í nótt og í morgun þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Frakkar og Bandaríkjamenn, sem unnu saman upphaflegu ályktunardrögin, sem lögð voru fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um síðustu helgi, hafa ekki geta komið sér saman um breytt orðalag þar sem tekið er tillit til krafa Líbana um tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar Frakka og Bandaríkjamanna hafa ekki geta sætst á það hvenær senda eigi alþjóðlegt herlið til Suður-Líbanon og þá hvenær ísraelskt herlið eigi að hverfa þaðan. Það er því alls óvíst hvenær greidd yrðu atkvæði um ályktunina í Öryggisráðinu. En á meðan karpað er um orðalag ályktunarinnar berjast Ísraelsmenn og Hizbollah-skæruliðar enn í Suður-Líbanon. Í morgun bárust fréttir af því að Ísraelsher hefði lagt undir sig bæina Marjayoun, Burj al-Molouk og Qlaiah. Þrátt fyrir það er enn barist í nágrenninu. Íbúar í Marjayoun eru að mestu hluta kristnir. Bærinn stendur um átta kílómetra frá landamærunum að Ísrael. Þar mun hafa komið til harðra átaka í nótt og í morgun. Íbúar segja tvo skriðdreka Ísraelsmanna hafa eyðilagst í árásum skæruliða. Öryggisráð Ísraelsstjórnar samþykkti í gær að veita her landsins umboð til að herða sókn sína inn í Líbanon. Þeirri áætlun verður þó ekki hrundið í framkvæmd á meðan enn er reynt að semja um lausn deilunar á alþjóðavettvangi. Flugskeytum Hizbollah-skæruliða hefur rignt yfir ísraelsk landsvæði í morgun og eru þau sögð minnst fimmtíu það sem af er degi. Tveir féllu þegar eitt flugskeyti skall á íbúðarhúsi í þorpinu Deir al-Assad þar sem arabar eru búsettir. Leiðtogi Hizbollah, Hassan Nasrallah, hefur heitið frekari flugskeytaárásum á ísraelsku borgina Haifa ef innrás Ísraela verði ekki hætt. Skæurliðar hafa í morgun neitað því að Íranar séu meðal liðsmanna þeirra líkt og haldið hefur verið fram. Að minnsta kosti eitt þúsund og ellefu Líbanar, flestir þeirra almennir borgarar, hafa fallið í átökunum síðan þau hófust fyrir rétt rúmum fjórum vikum. Á sama tíma hafa hundrað og sextán Ísraelar týnt lífi, flestir þeirra voru hermenn. Erlent Fréttir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Ísraelsher náði í nótt og í morgun þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Frakkar og Bandaríkjamenn, sem unnu saman upphaflegu ályktunardrögin, sem lögð voru fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um síðustu helgi, hafa ekki geta komið sér saman um breytt orðalag þar sem tekið er tillit til krafa Líbana um tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar Frakka og Bandaríkjamanna hafa ekki geta sætst á það hvenær senda eigi alþjóðlegt herlið til Suður-Líbanon og þá hvenær ísraelskt herlið eigi að hverfa þaðan. Það er því alls óvíst hvenær greidd yrðu atkvæði um ályktunina í Öryggisráðinu. En á meðan karpað er um orðalag ályktunarinnar berjast Ísraelsmenn og Hizbollah-skæruliðar enn í Suður-Líbanon. Í morgun bárust fréttir af því að Ísraelsher hefði lagt undir sig bæina Marjayoun, Burj al-Molouk og Qlaiah. Þrátt fyrir það er enn barist í nágrenninu. Íbúar í Marjayoun eru að mestu hluta kristnir. Bærinn stendur um átta kílómetra frá landamærunum að Ísrael. Þar mun hafa komið til harðra átaka í nótt og í morgun. Íbúar segja tvo skriðdreka Ísraelsmanna hafa eyðilagst í árásum skæruliða. Öryggisráð Ísraelsstjórnar samþykkti í gær að veita her landsins umboð til að herða sókn sína inn í Líbanon. Þeirri áætlun verður þó ekki hrundið í framkvæmd á meðan enn er reynt að semja um lausn deilunar á alþjóðavettvangi. Flugskeytum Hizbollah-skæruliða hefur rignt yfir ísraelsk landsvæði í morgun og eru þau sögð minnst fimmtíu það sem af er degi. Tveir féllu þegar eitt flugskeyti skall á íbúðarhúsi í þorpinu Deir al-Assad þar sem arabar eru búsettir. Leiðtogi Hizbollah, Hassan Nasrallah, hefur heitið frekari flugskeytaárásum á ísraelsku borgina Haifa ef innrás Ísraela verði ekki hætt. Skæurliðar hafa í morgun neitað því að Íranar séu meðal liðsmanna þeirra líkt og haldið hefur verið fram. Að minnsta kosti eitt þúsund og ellefu Líbanar, flestir þeirra almennir borgarar, hafa fallið í átökunum síðan þau hófust fyrir rétt rúmum fjórum vikum. Á sama tíma hafa hundrað og sextán Ísraelar týnt lífi, flestir þeirra voru hermenn.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira