Ekki búist við að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna álykti fyrr en á morgun 9. ágúst 2006 19:05 Mynd/AP Þúsund Líbanar og hundrað Ísraelar hafa látið lífið í átökum undanfarinna vikna fyrir botni Miðjarðarhafs, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Ekki er búist við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti komið sér saman um ályktun til að binda endi á átökin fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 29 daga hernaður Ísraela gegn skæruliðum Hizbollah hefur lítinn árangur borið. Að minnsta kosti finnst ísraelsku ríkisstjórninni tími til kominn að herða sóknina inn í Líbanon enn frekar. 30.000 manna landherlið fær það verkefni sækja langt norður í Líbanon og er búist við að hernaðurinn muni standa í að minnsta kosti mánuð í viðbót. Það þýðir aðeins eitt, þjáningar óbreyttra borgara munu halda áfram. Yfir hundrað Ísraelar hafa látið lífið frá því átökin hófust en hinum megin landamæranna er mannfallið margfalt meira. Á meðan þessum hildarleik fer fram gengur öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hægt að koma sér saman um stefnu til að binda enda á þessi hörmulegu átök. Arabaríkin vilja að í ályktun ráðsins verði þess krafist að ísraelskar hersveitir haldi þegar til síns heima um leið og friði hafi verið komið á. Bandaríkjamenn og Frakkar óttast hins vegar að slíkt ákvæði komi í veg fyrir að ályktunin verði samþykkt. Ekki er búist við hún verði borin undir atkvæði fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Nú rétt áðan flutti Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sjónvarpsávarp þar sem hann kvaðst styðja að líbanskt herlið tæki að sér öryggisgæslu í Suður-Líbanon. Hann lofaði þó áframhaldandi árásum og hvatti araba sérstaklega til að hafa sig frá ísraelsku borginni Haifa. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Þúsund Líbanar og hundrað Ísraelar hafa látið lífið í átökum undanfarinna vikna fyrir botni Miðjarðarhafs, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Ekki er búist við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti komið sér saman um ályktun til að binda endi á átökin fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 29 daga hernaður Ísraela gegn skæruliðum Hizbollah hefur lítinn árangur borið. Að minnsta kosti finnst ísraelsku ríkisstjórninni tími til kominn að herða sóknina inn í Líbanon enn frekar. 30.000 manna landherlið fær það verkefni sækja langt norður í Líbanon og er búist við að hernaðurinn muni standa í að minnsta kosti mánuð í viðbót. Það þýðir aðeins eitt, þjáningar óbreyttra borgara munu halda áfram. Yfir hundrað Ísraelar hafa látið lífið frá því átökin hófust en hinum megin landamæranna er mannfallið margfalt meira. Á meðan þessum hildarleik fer fram gengur öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hægt að koma sér saman um stefnu til að binda enda á þessi hörmulegu átök. Arabaríkin vilja að í ályktun ráðsins verði þess krafist að ísraelskar hersveitir haldi þegar til síns heima um leið og friði hafi verið komið á. Bandaríkjamenn og Frakkar óttast hins vegar að slíkt ákvæði komi í veg fyrir að ályktunin verði samþykkt. Ekki er búist við hún verði borin undir atkvæði fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Nú rétt áðan flutti Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sjónvarpsávarp þar sem hann kvaðst styðja að líbanskt herlið tæki að sér öryggisgæslu í Suður-Líbanon. Hann lofaði þó áframhaldandi árásum og hvatti araba sérstaklega til að hafa sig frá ísraelsku borginni Haifa.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira