Ekkert vopnahlé í Líbanon í bráð 31. júlí 2006 18:55 Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að ekkert verði af vopnahléi í Líbanon í bráð. Forseti Egyptalands segir hættu á að friðarferlið í Mið-Austurlöndum öllum verði að engu ef árásum á Suður-Líbanon verði ekki hætt. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði nú síðdegis að ekkert yrði af vopnahlé í Líbanon á næstu dögum. Stríðinu í Líbanon yrði ekki hætt fyrr en Hizbollah-skæruliðar gætu ekki lengur skotið flugskeytum á ísraelskt landsvæði. Olmert sagðist finna til með Líbönum sem þjáðust. Hann bætti því við að Hizbollah-samtökin hefðu orðið fyrir miklu áfalli sem þeim ætti eftir að reynast erfitt að jafna sig á. Ísraelsk hermálayfirvöld segja að þegar hafi tekist að eyða tveimur þriðju af langdrægum flugskeytum Hizbollah sem Íranar eru sagðir hafa útvegað þeim. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í dag hætt við því að friður yrði úti í öllum Mið-Austurlöndum ef ekki tekst að stilla til friðar hið fyrsta í Líbanon. Afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar. Egyptar voru fyrstir Araba til að undirrita friðarsamkomulag við Ísraela. Eins og heyra má hefur ekki orðið lát á hernaðaraðgerðum Ísraela í Líbanon í dag. Tilkynnt var í gær að hlé yrði gert á loftárásum á landið í tvo sólahringa til þess að gefa saklausum borgurum færi á að flýja frá Suður-Líbanon yfir til norðurhlutans og til að ferja megi hjálpargögn til þeirra svæða þar sem þeirra er mest þörf. Það var svo ekki langt liðið að degi þegar loftárásir hófust á ný, að sögn hermálayfirvald til að styðja við hermenn á jörðu niðri. Hermálayfirvöld hafa í dag tekið skýrt fram að Ísraelar hafi aldrei sagst ætla að gera hlé á árásum eða bardögum í landinu. Erlent Fréttir Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Sjá meira
Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að ekkert verði af vopnahléi í Líbanon í bráð. Forseti Egyptalands segir hættu á að friðarferlið í Mið-Austurlöndum öllum verði að engu ef árásum á Suður-Líbanon verði ekki hætt. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði nú síðdegis að ekkert yrði af vopnahlé í Líbanon á næstu dögum. Stríðinu í Líbanon yrði ekki hætt fyrr en Hizbollah-skæruliðar gætu ekki lengur skotið flugskeytum á ísraelskt landsvæði. Olmert sagðist finna til með Líbönum sem þjáðust. Hann bætti því við að Hizbollah-samtökin hefðu orðið fyrir miklu áfalli sem þeim ætti eftir að reynast erfitt að jafna sig á. Ísraelsk hermálayfirvöld segja að þegar hafi tekist að eyða tveimur þriðju af langdrægum flugskeytum Hizbollah sem Íranar eru sagðir hafa útvegað þeim. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í dag hætt við því að friður yrði úti í öllum Mið-Austurlöndum ef ekki tekst að stilla til friðar hið fyrsta í Líbanon. Afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar. Egyptar voru fyrstir Araba til að undirrita friðarsamkomulag við Ísraela. Eins og heyra má hefur ekki orðið lát á hernaðaraðgerðum Ísraela í Líbanon í dag. Tilkynnt var í gær að hlé yrði gert á loftárásum á landið í tvo sólahringa til þess að gefa saklausum borgurum færi á að flýja frá Suður-Líbanon yfir til norðurhlutans og til að ferja megi hjálpargögn til þeirra svæða þar sem þeirra er mest þörf. Það var svo ekki langt liðið að degi þegar loftárásir hófust á ný, að sögn hermálayfirvald til að styðja við hermenn á jörðu niðri. Hermálayfirvöld hafa í dag tekið skýrt fram að Ísraelar hafi aldrei sagst ætla að gera hlé á árásum eða bardögum í landinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Sjá meira