Ísraelar fallast á tímabundið vopnahlé 31. júlí 2006 09:18 Mynd/AP Ísraelar hafa fallist á að gera tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sínum í Suður-Líbanon. Þetta er gert til að hægt sé að rannsaka hvers vegna gerð var loftárás á þorpið Kana í fyrrinótt. Hlé á árásum var tilkynnt eftir fund Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með stjórnvöldum í Ísrael og tók það gildi klukkan 11 í gærkvöldi að íslenskum tíma. Talið er að ákvörðun Ísraelsmanna sé aðallega til komin vegna mikils þrýstings frá Bandaríkjastjórn. Rice er einnig bjartsýn á að hægt verði að semja um varanlegt vopnahlé í þessari viku en sagði þó í morgun að þrýst yrði á um að Sameinuðu þjóðirnar krefðust tafarlauss vopnahlés. Þá ætti það að vera auðsótt mál þar sem hingað til hafa það helst verið Bandaríkjamenn sem hafa verið mótfallnir því að Sameinuðu þjóðirnar fari fram á vopnahlé. Árásin á Kana hefur vakið mikla reiði í alþjóðasamfélaginu, enda sú stærsta síðan árásir Ísraelsmanna hófust. 56 manns fórust í árásinni, þar af yfir 30 börn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í gær og sagði árásina á Kana valda mikilli hneykslan og sorg vegna dauða almennra borgara. Athygli vekur að öryggisráðið hvorki fordæmir árásina né fer fram á tafarlaust vopnahlé af hálfu beggja aðila, eins og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði krafist. Þess í stað ítrekaði ráðið mikilvægi þess að samið yrði um vopnahlé sem fyrst. Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Ísraelar hafa fallist á að gera tveggja sólarhringa hlé á loftárásum sínum í Suður-Líbanon. Þetta er gert til að hægt sé að rannsaka hvers vegna gerð var loftárás á þorpið Kana í fyrrinótt. Hlé á árásum var tilkynnt eftir fund Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með stjórnvöldum í Ísrael og tók það gildi klukkan 11 í gærkvöldi að íslenskum tíma. Talið er að ákvörðun Ísraelsmanna sé aðallega til komin vegna mikils þrýstings frá Bandaríkjastjórn. Rice er einnig bjartsýn á að hægt verði að semja um varanlegt vopnahlé í þessari viku en sagði þó í morgun að þrýst yrði á um að Sameinuðu þjóðirnar krefðust tafarlauss vopnahlés. Þá ætti það að vera auðsótt mál þar sem hingað til hafa það helst verið Bandaríkjamenn sem hafa verið mótfallnir því að Sameinuðu þjóðirnar fari fram á vopnahlé. Árásin á Kana hefur vakið mikla reiði í alþjóðasamfélaginu, enda sú stærsta síðan árásir Ísraelsmanna hófust. 56 manns fórust í árásinni, þar af yfir 30 börn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi í gær og sagði árásina á Kana valda mikilli hneykslan og sorg vegna dauða almennra borgara. Athygli vekur að öryggisráðið hvorki fordæmir árásina né fer fram á tafarlaust vopnahlé af hálfu beggja aðila, eins og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði krafist. Þess í stað ítrekaði ráðið mikilvægi þess að samið yrði um vopnahlé sem fyrst.
Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira