Læra að beita kylfum, ekki byssum 30. júlí 2006 19:46 Tugir lögreglumanna í Afganistan útskrifuðust í dag úr skóla fjölþjóðlegu friðargæsluliðanna í Kabúl, en í skólanum lærðu þeir hvernig ber að kveða niður róstur án þess að beita byssum. Afgönsku lögreglumennirnir lærðu að beita kylfum og skjöldum gegn mótmælendum - en hingað til hefur þótt duga að nota byssurnar. Eitt af markmiðum alþjóðaliðsins í Afganistan er að þjálfa lögreglu og her landsins, þannig að menn beiti því afli sem hæfir í hvert sinn, líkt og leitast er við að gera, til dæmis í Evrópu. Yfirmaður lögreglunnar í Kabúl var ánægður með þjálfunina. Ekki eru nema tveir mánuðir síðan hrikalega tókst til með að lægja öldurnar á götum Kabúl, eftir að bandarískir hermenn urðu valdir að slæmu bílslysi. Þá kom Afganski herinn á vettvang og beitti hríðskotabyssum óspart þannig að vont ástand varð enn verra. Talsmenn fjölþjóðahersins vonast til að það gerist ekki aftur. Enn er stríðsástand í nokkrum héruðum Afganistans og veruleg andúðar er farið að gæta gegn veru fjölþjóðahersins í landinu, þannig að hinir nýútskrifuðu lögreglumenn kunna að fá næg tækifæri til að færa sér nýfengna þjálfun í nyt. Erlent Fréttir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Tugir lögreglumanna í Afganistan útskrifuðust í dag úr skóla fjölþjóðlegu friðargæsluliðanna í Kabúl, en í skólanum lærðu þeir hvernig ber að kveða niður róstur án þess að beita byssum. Afgönsku lögreglumennirnir lærðu að beita kylfum og skjöldum gegn mótmælendum - en hingað til hefur þótt duga að nota byssurnar. Eitt af markmiðum alþjóðaliðsins í Afganistan er að þjálfa lögreglu og her landsins, þannig að menn beiti því afli sem hæfir í hvert sinn, líkt og leitast er við að gera, til dæmis í Evrópu. Yfirmaður lögreglunnar í Kabúl var ánægður með þjálfunina. Ekki eru nema tveir mánuðir síðan hrikalega tókst til með að lægja öldurnar á götum Kabúl, eftir að bandarískir hermenn urðu valdir að slæmu bílslysi. Þá kom Afganski herinn á vettvang og beitti hríðskotabyssum óspart þannig að vont ástand varð enn verra. Talsmenn fjölþjóðahersins vonast til að það gerist ekki aftur. Enn er stríðsástand í nokkrum héruðum Afganistans og veruleg andúðar er farið að gæta gegn veru fjölþjóðahersins í landinu, þannig að hinir nýútskrifuðu lögreglumenn kunna að fá næg tækifæri til að færa sér nýfengna þjálfun í nyt.
Erlent Fréttir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira