Krefjast afvopnunar 30. júlí 2006 18:59 Þetta er þjóðarmorð, hrópaði fólk þegar fréttamenn komu í þorpið Qana í morgun. Flestir þeirra sem dóu höfðu leitað sér skjóls í kjallara húss þegar sprengja skall á því. Sjúkraflutningamenn leituðu uppi þá sem höfðu særst og enn var hægt að bjarga. Ein kona sagðist hafa misst þrjú börn. Talið er að enn sé fólk grafið undir rústunum. Flugskeytum Ísraela rigndi yfir þorpið klukkan eitt í nótt að líbönskum tíma. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi endurtekið skotið flaugum inn í Ísrael úr þorpinu og því hafi þeir látið til skarar skríða. Dreifimiðum hafi verið varpað yfir þorpið og fólk þar hvatt til þess að fara burt. Fréttamenn sem komu á svæðið í morgun sögðust ekki hafa séð nein ummerki um skæruliða eða eldflaugavörpur. Sums staðar var fólk að grafa í rústunum með berum höndum í von um að finna ættingja og vini á lífi. Þorpið er í um 25 kílómetra frá landamærunum við Ísrael. Í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá landamærunum brutust út harðir bardagar í morgun milli landhers Ísraels og hesbolla. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi skotið 47 katyusha flaugum inn í Ísrael í morgun, með þeim afleiðingum að tíu hafi særst. Á þessu korti má sjá hvar eldflaugar Ísraela hafa lent í Líbanon síðustu nítján daga. Þeir segjast hafa fellt að minnsta kosti 200 Hisbolla skæruliða í bardögum á landi - en líbanski Rauði krossinn segir að nú hafi fimm hundruð manns, að minnsta kosti, látið lífið í loftárásum. Mikil mótmæli hafa farið fram gegn stríðinu í Líbanon víða um heim. Í Beirút gekk fólk um götur og mótmælti loftárásum Ísraela og það sama gerðu Palestínumenn á herteknu svæðunum. Á fundi Öryggisráðsins nú síðdegis krafðist Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þess að stríðsaðilar legðu samstundis niður vopn. Á þeim sama fundi sagði sendiherra Ísraels að nauðsynlegt væri að afvopna Hisbolla, en þau ummæli bera merki um harðnandi afstöðu Ísraela, sem hingað til hafa ekki sett það sem skilyrði fyrir vopnahléi. Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er stödd í Ísrael, hefur ekki tekið undir kröfur um vopnahlé og ráðamenn í Líbanon sögðust ekkert hafa við hana að tala í dag. Hún fer því aftur til Washington á morgun. Í dag staðfesti skrifstofa Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels að hann hefði sagt Rice að Ísraelar þyrftu tíu til fjórtán daga til viðbótar til að ná markmiði sínum í Líbanon. Erlent Fréttir Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Þetta er þjóðarmorð, hrópaði fólk þegar fréttamenn komu í þorpið Qana í morgun. Flestir þeirra sem dóu höfðu leitað sér skjóls í kjallara húss þegar sprengja skall á því. Sjúkraflutningamenn leituðu uppi þá sem höfðu særst og enn var hægt að bjarga. Ein kona sagðist hafa misst þrjú börn. Talið er að enn sé fólk grafið undir rústunum. Flugskeytum Ísraela rigndi yfir þorpið klukkan eitt í nótt að líbönskum tíma. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi endurtekið skotið flaugum inn í Ísrael úr þorpinu og því hafi þeir látið til skarar skríða. Dreifimiðum hafi verið varpað yfir þorpið og fólk þar hvatt til þess að fara burt. Fréttamenn sem komu á svæðið í morgun sögðust ekki hafa séð nein ummerki um skæruliða eða eldflaugavörpur. Sums staðar var fólk að grafa í rústunum með berum höndum í von um að finna ættingja og vini á lífi. Þorpið er í um 25 kílómetra frá landamærunum við Ísrael. Í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá landamærunum brutust út harðir bardagar í morgun milli landhers Ísraels og hesbolla. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi skotið 47 katyusha flaugum inn í Ísrael í morgun, með þeim afleiðingum að tíu hafi særst. Á þessu korti má sjá hvar eldflaugar Ísraela hafa lent í Líbanon síðustu nítján daga. Þeir segjast hafa fellt að minnsta kosti 200 Hisbolla skæruliða í bardögum á landi - en líbanski Rauði krossinn segir að nú hafi fimm hundruð manns, að minnsta kosti, látið lífið í loftárásum. Mikil mótmæli hafa farið fram gegn stríðinu í Líbanon víða um heim. Í Beirút gekk fólk um götur og mótmælti loftárásum Ísraela og það sama gerðu Palestínumenn á herteknu svæðunum. Á fundi Öryggisráðsins nú síðdegis krafðist Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þess að stríðsaðilar legðu samstundis niður vopn. Á þeim sama fundi sagði sendiherra Ísraels að nauðsynlegt væri að afvopna Hisbolla, en þau ummæli bera merki um harðnandi afstöðu Ísraela, sem hingað til hafa ekki sett það sem skilyrði fyrir vopnahléi. Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er stödd í Ísrael, hefur ekki tekið undir kröfur um vopnahlé og ráðamenn í Líbanon sögðust ekkert hafa við hana að tala í dag. Hún fer því aftur til Washington á morgun. Í dag staðfesti skrifstofa Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels að hann hefði sagt Rice að Ísraelar þyrftu tíu til fjórtán daga til viðbótar til að ná markmiði sínum í Líbanon.
Erlent Fréttir Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira