Kosningar fara vel af stað í Kongó 30. júlí 2006 12:42 Atkvæðagreiðsla hófst í dag í fyrstu lýðræðislegu kosningum í Afríkuríkinu Kongó í fjóra áratugi. Miklar vonir eru bundnar við kosningarnar, eftir óstjórn og ofbeldi undanfarinna ára. Langar raðir kjósenda höfðu myndast fyrir utan kjörstaði í Kinshasa í morgun. Lögregla grannskoðaði hvort fólk hefði vopn á sér og hélt uppi strangri öryggisgæslu í grennd við kjörstaði. Þrjátíu og þrír sækjast eftir embætti forseta landsins og níu þúsund frambjóðendur eru um 500 þingsæti. Hinn ungi forseti landsins, Joseph Kabila, er líklegastur til að fara með sigur af hólmi, en auk hans eru í kjöri skæruliðaforingjar og fyrrverandi bandamenn Mobutu Sese Seko, forsetans sem hélt Kongó í viðjum fátæktar í áratugi, en er nú fallinn frá. Í Kongó búa um sextíu milljón manns og af þeim hafa 25 milljónir rétt til að greiða atkvæði í dag. Sameinuðu þjóðirnar sjá um framkvæmd kosninganna, sem kostar um þrjátíu milljarða króna enda eru flugvélar og þyrlur notaðar til að ferja kjörkassa í þessu víðfeðma landi sem er á stærð við vestur-Evrópu. Um 17.600 friðargæsluliðar eru á staðnum, en það eru fjölmennustu hersveitir sem Sameinuðu þjóðirnar hafa í nokkru landi. Frá 1996 - 2002 var harðvítug borgarastyrjöld í Kongó, sem líkja má við heimsstyrjöld því á tímabili tóku níu erlend ríki þátt í átökunum. Enn blossa upp skærur í landinu nær daglega og því er ljóst að ekki munu allir komast í kjörklefan sem hafa áhuga á því. Kongóbúar hafa þó veika von um að dagurinn í dag verði upphafið að nýrri og betri tíð. Erlent Fréttir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hófst í dag í fyrstu lýðræðislegu kosningum í Afríkuríkinu Kongó í fjóra áratugi. Miklar vonir eru bundnar við kosningarnar, eftir óstjórn og ofbeldi undanfarinna ára. Langar raðir kjósenda höfðu myndast fyrir utan kjörstaði í Kinshasa í morgun. Lögregla grannskoðaði hvort fólk hefði vopn á sér og hélt uppi strangri öryggisgæslu í grennd við kjörstaði. Þrjátíu og þrír sækjast eftir embætti forseta landsins og níu þúsund frambjóðendur eru um 500 þingsæti. Hinn ungi forseti landsins, Joseph Kabila, er líklegastur til að fara með sigur af hólmi, en auk hans eru í kjöri skæruliðaforingjar og fyrrverandi bandamenn Mobutu Sese Seko, forsetans sem hélt Kongó í viðjum fátæktar í áratugi, en er nú fallinn frá. Í Kongó búa um sextíu milljón manns og af þeim hafa 25 milljónir rétt til að greiða atkvæði í dag. Sameinuðu þjóðirnar sjá um framkvæmd kosninganna, sem kostar um þrjátíu milljarða króna enda eru flugvélar og þyrlur notaðar til að ferja kjörkassa í þessu víðfeðma landi sem er á stærð við vestur-Evrópu. Um 17.600 friðargæsluliðar eru á staðnum, en það eru fjölmennustu hersveitir sem Sameinuðu þjóðirnar hafa í nokkru landi. Frá 1996 - 2002 var harðvítug borgarastyrjöld í Kongó, sem líkja má við heimsstyrjöld því á tímabili tóku níu erlend ríki þátt í átökunum. Enn blossa upp skærur í landinu nær daglega og því er ljóst að ekki munu allir komast í kjörklefan sem hafa áhuga á því. Kongóbúar hafa þó veika von um að dagurinn í dag verði upphafið að nýrri og betri tíð.
Erlent Fréttir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira