Innlent

Segja þjóðvegina slysagildru

Flutningabílstjórar segja þjóðvegina alltof þrönga og dæmi séu um að hliðarspeglar flutningabíla rekist saman þegar þeir mætast.

Olíubíllinn sem valt á þjóðveginum í Ljósavatnsskarði í gærmorgun, virðist hafa verið á ólöglegum hraða, samkvæmt ökurita bílsins. Leyfilegur hámarkshraði hjá svona bíl er áttatíu kílómetrahraði á klukkustund en svo virðist sem fyrsta athugun á ökuritanum bendi til þess að bíllinn hafi veri á 90 kílómetra hraða þegar hann mætti stórum flutningabíl, andartaki áður en hann valt.

Davíð Ragnar Bjarnasson og Ásgeir Ómar Úlfarsson flutningabílstjórar segjast eiga erfitt með að keyra á löglegum hraða sem eru áttatíu kílómetrar á klukkustund vegna óþolinmóðra bílstjóra í umferðinni. Þeir fari þá fram úr við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður. Ástandið lagist um leið og þeir keyri á níutíu kílómetra hraða. Þeir segja vegi landsins allt of þrönga og það sé ástæða slysa og ótrúlegt að slysin skuli ekki vera fleiri. Flutingabílar eigi oft mjög erfitt með að mætast og dæmi séu um að hliðarspeglar rekist saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×