Ótímabært að ræða hvort NATO sendi lið til Líbanon 26. júlí 2006 12:15 Friðargæsluliðar SÞ í Suður-Líbanon bera lík eins félaga síns sem féll í árás Ísarelshers í nótt. MYND/AP Fjórir liðsmenn friðareftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon féllu í loftárás Ísraelshers á bækistöð þeirra í suðurhluta landsins í nótt. Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að svo virðist sem árásin hafi verið gerð af ráðnum hug. Það segja Ísraelsmenn af og frá. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir ummæli Annans koma sér á óvart. Ísraelar harmi árásina og hann hafi gert framkvæmdastjóranum grein fyrir því í síma í morgun. Olmert hefur fyrirskipað rannsókn á árásinni. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna, Unifil, hefur verið að ströfum við landamæri Líbanons og Ísraels síðan 1978 og eru liðsmenn þar nú um tvö þúsund. Eftirlitsmennirnir fjóri sem féllu í morgun voru í bækistöð sinni í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöldi þegar árásin var gerð. Þeir voru frá Austurríki, Finnlandi, Kanada og Kína. Þegar fréttir bárust fyrst af árásinni var fundur um ástandið í Líbanon að hefjast í Róm á Ítalíu. Fundinn sækja utanríkisráðherrar ýmissa ríkja og fulltrúar alþjóðasamtaka. Fulltrúar Ítalíu og Bandaríkjanna leiða fundinn. Ísarelar, Íranar og Sýrlendingar sitja hann ekki. Frakkar lýstu því yfir í morgun að þeir ætluðu að leggja fram fyrsta uppkast af ályktun um vopnahlé í Líbanon sem hægt yrði að leggja fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Gert var ráð fyrir því að Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, kynni tillögu um alþjóðlegt herlið sem yrði sent til Suður-Líbanon. Þar yrðu franskir, spænskir og þýskir hermenn í meirihluta og til viðbótar herlið frá Hollandi, Kanada og Tyrklandi auk Arabaríkja á borð við Egyptaland og Sádí Arabíu. Chirac, Frakklandsforseti, sagði í morgun að Frakkar væru reiðbúnir að taka að sér leiðandi hlutverk í því verkefni. Hann sagðist þó ekki telja rétt að slíku herliði yrði gert að afvopna skæruliða Hizbollah. Rætt hefur verið um þann möguleika að Atlandshafsbandalagið hafi umsjón með alþjóðlega herliðinu en Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í morgun að allt tal um slíkt væri ótímabært. Hann vildi þó ekki útiloka aðkomu NATO. Enn væri eftir að ræða hvort fjölþjóðlegt herlið yrði sent á svæðið og þá hvert umboð þeirra yrði. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Fjórir liðsmenn friðareftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon féllu í loftárás Ísraelshers á bækistöð þeirra í suðurhluta landsins í nótt. Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að svo virðist sem árásin hafi verið gerð af ráðnum hug. Það segja Ísraelsmenn af og frá. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir ummæli Annans koma sér á óvart. Ísraelar harmi árásina og hann hafi gert framkvæmdastjóranum grein fyrir því í síma í morgun. Olmert hefur fyrirskipað rannsókn á árásinni. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna, Unifil, hefur verið að ströfum við landamæri Líbanons og Ísraels síðan 1978 og eru liðsmenn þar nú um tvö þúsund. Eftirlitsmennirnir fjóri sem féllu í morgun voru í bækistöð sinni í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöldi þegar árásin var gerð. Þeir voru frá Austurríki, Finnlandi, Kanada og Kína. Þegar fréttir bárust fyrst af árásinni var fundur um ástandið í Líbanon að hefjast í Róm á Ítalíu. Fundinn sækja utanríkisráðherrar ýmissa ríkja og fulltrúar alþjóðasamtaka. Fulltrúar Ítalíu og Bandaríkjanna leiða fundinn. Ísarelar, Íranar og Sýrlendingar sitja hann ekki. Frakkar lýstu því yfir í morgun að þeir ætluðu að leggja fram fyrsta uppkast af ályktun um vopnahlé í Líbanon sem hægt yrði að leggja fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Gert var ráð fyrir því að Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, kynni tillögu um alþjóðlegt herlið sem yrði sent til Suður-Líbanon. Þar yrðu franskir, spænskir og þýskir hermenn í meirihluta og til viðbótar herlið frá Hollandi, Kanada og Tyrklandi auk Arabaríkja á borð við Egyptaland og Sádí Arabíu. Chirac, Frakklandsforseti, sagði í morgun að Frakkar væru reiðbúnir að taka að sér leiðandi hlutverk í því verkefni. Hann sagðist þó ekki telja rétt að slíku herliði yrði gert að afvopna skæruliða Hizbollah. Rætt hefur verið um þann möguleika að Atlandshafsbandalagið hafi umsjón með alþjóðlega herliðinu en Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í morgun að allt tal um slíkt væri ótímabært. Hann vildi þó ekki útiloka aðkomu NATO. Enn væri eftir að ræða hvort fjölþjóðlegt herlið yrði sent á svæðið og þá hvert umboð þeirra yrði.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira