Átta Palestínumenn féllu og þrjátíu særðust í átökum á Gaza-ströndinni í morgun. Á meðal hinna látnu var þriggja ára gömul stúlka. Að sögn Reuters-fréttastofunnar voru hinir sjö sem féllu í árásunum skæruliðar Hamas-samtakanna. Að sögn talsmanns samtakanna eyðilögðust þrír skriðdrekar Ísraelshers í átökunum en svo virðist sem enginn hermaður hafi þó fallið.
Palestínsk stúlka lést í átökum á Gaza
