Innlent

Banaslys við Hellisheiðarvirkjun

Tæplega fimmtugur franskur maður lést í vinnuslysi á svæði Hellisheiðarvirkjunar í morgun. Maðurinn féll úr sjö til níu metra hæð þegar lyftari með kranabómu valt.

Slysið varð klukkan hálf níu í morgun þegar tveir menn unnu við uppsetningu háspennubúnaðar í tengivirki Landsnets við Kolviðarhól. Sá sem lést stóð á vörubretti upp á kranabómu á lyftara í sjö til níu metra hæð. Hann hafði beðið stjórnanda lyftarans að færa hann til á meðan hann stóð upp á brettinu. Við þá hreyfingu virðist sem jarðvegur undir lyftaranum hafi sigið með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina og maðurinn sem stóð upp á brettinu féll til jarðar. Hann er talin hafa látist samstundis. Maðurinn var franskur, fæddur árið 1957, og vann hjá Areva sem er undirverktakafyrirtæki hjá Landsneti. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir fyrirtækið bíða niðurstöðu rannsóknar Lögreglunnar á Selfossi og Vinnueftirlits ríkisins. Eins segir hann úttekt á vegum fyrirtækisins verða gerða. Hann segir mjög strangar reglur gilda hjá Landsneti varðandi öryggisreglur þegar unnið er í mikilli hæð og þær reglur segir hann líka gilda um undirverktaka. Avera hefur unnið fyrir Landsnet í 25 ár og segir Þórður reynsluna af fyrirtækinu vera góða og telur hann að um tilfallandi slys eða mistök hafi verið að ræða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeilda Landsspítalans en meiðsl hans voru minniháttar.

Slysið varð klukkan hálf níu í morgun þegar tveir menn unnu við uppsetningu háspennubúnaðar í tengivirki Landsnets við Kolviðarhól. Sá sem lést stóð á vörubretti upp á kranabómu á lyftara í sjö til níu metra hæð. Hann hafði beðið stjórnanda lyftarans að færa hann til á meðan hann stóð upp á brettinu. Við þá hreyfingu virðist sem jarðvegur undir lyftaranum hafi sigið með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina og maðurinn sem stóð upp á brettinu féll til jarðar. Hann er talin hafa látist samstundis. Maðurinn var franskur, fæddur árið 1957, og vann hjá Areva sem er undirverktakafyrirtæki hjá Landsneti. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir fyrirtækið bíða niðurstöðu rannsóknar Lögreglunnar á Selfossi og Vinnueftirlits ríkisins. Eins segir hann úttekt á vegum fyrirtækisins verða gerða. Hann segir mjög strangar reglur gilda hjá Landsneti varðandi öryggisreglur þegar unnið er í mikilli hæð og þær reglur segir hann líka gilda um undirverktaka. Avera hefur unnið fyrir Landsnet í 25 ár og segir Þórður reynsluna af fyrirtækinu vera góða og telur hann að um tilfallandi slys eða mistök hafi verið að ræða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeilda Landsspítalans en meiðsl hans voru minniháttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×