Vera má að mikið olíuævintýri sé í uppsiglingu fyrir Grænlendinga. Nýjar rannsóknir við hafbotni vesturstrandar Grænlands benda til að þar gæti verið að finna álíka mikla olíu og á olíusvæðum Noregs, Danmerkur og Bretlands í Norðursjónum til samans, samkvæmt frétt Jyllands-Posten. Nú standa yfir heimastjórnarviðæður milli danskra stjórnvalda og grænlensku heimastjórnarinnar en nýting olíusvæðisins skipar veigamikinn sess í viðræðunum.
Olíuævintýri í uppsiglingu við strendur Grænlands
